is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38831

Titill: 
  • Íslensk sveitarfélög hlutverk og skyldur : er nauðsynlegt að fækka þeim?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Íslensk sveitarfélög gegna mikilvægu hlutverki í Íslensku samfélagi og veita íbúum sínum ýmsa þjónustu. Það sem að einkennir hlutverk þeirra út frá sjónarhorni hagfræðinnar er það að þau veita fyrst og fremst íbúum sínum almannagæði og endurdreifa auð í gegnum félagslega þjónustu. Skyldur þeirra hafa farið vaxandi síðustu áratugi og var hlutur sveitarfélaga í vergri landsframleiðslu tvöfalt meiri árið 2020 en hann hafði verið 40 árum áður. Á þessu sama tímabili hefur orðin mikil samþjöppun á sveitarfélögum og hefur þeim fækkað um meira en 150. Það bendir því margt til þess að sveitarfélög hafa verið að ná fram aukinni stærðarhagkvæmni með sameiningum.
    Í alþjóðlegum samanburði þá gegna Íslensk sveitarfélög sambærilegu hlutverki og alþjóðleg sveitarfélög. Hugsanlegt ákvæði um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga við 1.000 manns er mjög umdeilt og gert í andstöðu við vilja fjölda þeirra sveitarfélaga sem að verða fyrir áhrifum af ákvæðinu. Áætluð framlög úr jöfnunarsjóði voru greind og þar má sjá að að fámenn sveitarfélög fá almennt hærra framlög úr jöfnunarsjóði heldur en þau sem fjölmennari eru. Það eru hins vegar fimm fámenn sveitarfélög sem sækja ekkert fé í jöfnunarsjóð og gefur það vísbendingar um að þau séu að einhverju leyti sjálfbær. Það er því mikilvægt að horfa á fleiri þætti en eingöngu íbúafjölda sveitarfélaga þegar kemur að aðgerðum til að efla þau.

Samþykkt: 
  • 9.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38831


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Íslensk sveitarfélög hlutverk og skyldur bs ritgerð.pdf922.67 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna