is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Íþróttafræðideild / Department of Sport Science >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/38834

Titill: 
  • Þekking þjálfara á einkennum heilahristings og fyrstu viðbrögðum í kjölfar heilahristings
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar voru að kanna þekkingu handbolta-, körfubolta- og knattspyrnuþjálfara á Íslandi á einkennum heilahristings og fyrstu viðbrögðum við grun um heilahristing. Að auki var leitast við að kanna hvernig leiðbeiningum er fylgt eftir frá sérsamböndunum sem þjálfararnir starfa undir. Notast var við megindlega rannsóknaraðferð við gerð þessarar rannsóknar. Þátttakendur voru þjálfarar sem störfuðu annað hvort undir Knattspyrnusambandi Íslands (KSÍ), Körfuknattleikssambandi Íslands (KKÍ) eða Handboltasambandi Íslands (HSÍ). Niðurstöðurnar leiddu í ljós að þekking þjálfara á einkennum heilahristings var almennt góð. Hins vegar var skortur á þekkingu varðandi fyrstu viðbrögð við grun um heilahristing. Næstum helmingur þátttakenda vissi ekki hvort að félagið þeirra hafði sérstakar reglur varðandi heilahristinga. Því er ljóst að margt er ábótavant varðandi fræðslu sérsambandanna og þekkingu þjálfara á fyrstu viðbrögðum við grun um heilahristing.

Samþykkt: 
  • 9.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38834


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSc lokaverkefni - Kristjan Valur Johannsson.pdf558,79 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna