Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38836
Rafrænum fríðindakerfum hefur fjölgað til muna seinustu árin samhliða örri tækniþróun og sífellt samkeppnishæfara umhverfi, þar sem fyrirtæki leita allra leiða til þess að laða til sín viðskiptavini. Tilgangurinn með þessari rannsókn var að leitast við að auðvelda íslenskum fyrirtækjum að finna þá eiginleika sem teljast hvað mikilvægastir varðandi rafræn fríðindakerfi. Það var gert á þann hátt að viðmælendurnir voru beðnir að svara spurningum varðandi það hvaða eiginleikar í rafrænum fríðindakerfum skipta þá mestu máli.
Framkvæmdar voru tvær rannsóknir, eigindleg og megindleg. Fyrri rannsóknin var eigindleg rannsókn þar sem rannsakendur tóku hálfstöðluð viðtöl við tíu notendur rafrænna fríðindakerfa í þeim tilgangi að finna helstu eiginleika þeirra. Seinni rannsóknin var megindleg rannsókn þar sem rannsakendur hönnuðu spurningarkönnun byggða á svörum þátttakenda fyrri rannsóknarinnar. Tilgangur spurningakönnunarinnar var að finna þá eiginleika rafrænna fríðindakerfa sem skipta notendur mestu máli þegar á heildina er litið.
Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að tegund þess afsláttar sem veittur er, staðsetning hans og tímasetning skipta notendur mestu máli. Þátttakendum rannsóknarinnar fannst staðsetning afsláttar vera mikilvægasti eiginleiki rafrænna fríðindakerfa og ákjósanlegast að mati þeirra er að afslátturinn sé í 0-10 mínútna fjarlægð. Tímasetning afsláttar er næst mikilvægasti eiginleiki
rafrænna fríðindakerfa að mati þátttakenda og kjósa þeir að afslátturinn gildi allan daginn. Niðurstöður þessar geta nýst íslenskum fyrirtækjum við hönnun og uppsetningu fríðindakerfa sinna.
Lykilorð: Rafræn fríðindakerfi, eiginleikar fríðindakerfa, upplifun viðskiptavina, kauphegðun, kauphegðunarferlið, samhliða greining.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Áhrif eiginleika rafrænna fríðindakerfa á kauphegðun neytenda-4.pdf | 787.9 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |