is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3884

Titill: 
  • Kynleg ást. Viðtöl um ástina
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þessi rannsókn fjallar um lýsingar fólks á ástinni og hvort þær lýsingar gefi til kynna að ástin sé kynjuð. Þessi rannsókn er viðtalsrannsókn byggð á eigindlegri aðferðafræði. Í rannsókninni voru tekin viðtöl við átta einstaklinga og viðtölin síðan kóðuð og þemagreind. Í greiningu viðtalanna var skoðað hvaða þættir eða þemu eru ríkjandi í lýsingum viðmælenda á ástinni. Fram kemur að viðmælendur tala sjaldan um ástina og segjast eiga erfitt með að lýsa henni. Um leið og ástin er yfir og allt um kring í dægurmenningunni þá virðist almenn umræða um hana vera þögguð. Umhverfi og fjölskylda pressa mjög á að allir einstaklingar séu í ástarsambandi og þeir mæta fordómum sem ekki eru það. Niðurstöður benda til þess að orðræða um ástina sé kynjuð og að konum sé tamara að ræða um hana en körlum. Ritgerðin er sett í sögulegt samhengi með því að reifa kenningar femínista um ástina en hugmyndin af minni nálgun spratt upp úr þeirra verkum.

Samþykkt: 
  • 5.10.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3884


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
kynlegast_fixed.pdf519.78 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna