is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Ræktun og fæða > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/38840

Titill: 
  • Frjósemi íslenskra hrossa
  • Titill er á ensku Fertility of Icelandic horses
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er gerð úttekt á fyljunarskýrslum úr skýrsluhaldskerfum fyrir íslensk hross og markmiðið er að leggja mat á stöðu frjósemi íslenskra hrossa, gæði skýrsluhaldsins og leita lausna til að bæta skráningu og nýtingu skráningar til að fylgjast betur með þessum grundvallareiginleika allrar ræktunar. Fengin voru gögn úr skýrsluhaldskerfinu WorldFeng og úr sænska gagnagrunninum HESTUR. Gögnin úr WorldFeng náðu til 28.424 hryssna og þeirra afkvæma sem þær áttu árin 1990-2018. Gögnin úr HESTUR náðu til 6.909 fyljana íslenskra hryssna í Svíþjóð árin 2015-2020. Lýsandi tölfræði var reiknuð á fanghlutfall hryssna í báðum gangasöfnum og hryssur sem höfðu ekki nógu nákvæma skráningu voru ekki teknar með í gagnaúrvinnslu. Marktækni áhrifaþátta var reiknað í tölfræðiforritunum SAS (Statistical Analysis System) og R (Rstudio). Til gamans var kynjahlutfall fæddra folalda skoðað í íslensku gögnunum.
    Þeir frjósemisþættir sem hægt var að skoða út frá uppgefnum gögnum voru; fjöldi folalda á hverja hryssu á líftíma hennar, aldur við fyrstu köstun, aldur við síðustu köstun og áhrif af aldri hryssu og stóðhests, kynbótamats, skyldleikaræktarstuðuls, fyljunaraðferðar og árs á fanghlutfall og afdrif fyls. Út frá þessum gögnum var hægt að leggja mat á áhrifaþætti sem snerta frjósemi hryssnanna, svo sem aðaleinkunn í kynbótadómi, aðaleinkunn kynbótamats, áhrif aldurs mera við fyrstu köstun á fjölda afkvæma og endingu í ræktun, meðalaldur hryssna sem kasta á ári.
    Meðalaldur hryssna sem kasta áhverju ári reyndist vera rúmlega 12,5 ár. Hryssur með góðan kynbótadóm eru að jafnaði yngri en aðrar hryssur þegar þær eru settar í ræktun en eru líka eldri en aðrar hryssur við fæðingu síðasta afkvæmis. Aldur hefur marktæk áhrif á fanghlutfall og afrakstur (fæðing lifandi afkvæmis, fósturlát o.fl.). Þá hafði skyldleikaræktarstuðull neikvæð áhrif á hvort hryssa festi fang eða ekki. Fyljunarár hefur marktæk áhrif á fyljun og tíðni fósturláts hjá hryssum. Kynjahlutfall fæddra folalda er ekki jafnt.

Samþykkt: 
  • 9.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38840


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_Sigurður_A_Frjósemi_íslenskra_hrossa.pdf825,71 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna