is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Ræktun og fæða > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38841

Titill: 
  • Tíðni tvíkelfinga og tengsl við afurðirog frjósemi í íslenska kúastofninum
  • Titill er á ensku Twinning frequency and linkage to performanceand fertility in Icelandic dairy cattles
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessa verkefnis var fjölþætt. Gögn frá skýrsluhaldskerfi nautgriparæktarinnar, Huppu, voru notuð til að reikna annars vegar tíðni tvíkelfingsburða hjá íslenskum nautgripum á árunum 2009-2019 og hins vegar rannsaka hvort maktækur munur sé á nyt milli kúa sem bera einum kálfi eða fleirum. Skoðað var á hvaða mjaltaskeiði algengast er að kýr beri fleirum en einum kálfi, tíðni eftir landshlutum og árstíðum. Auk þess var gerður samanburður á mjaltaskeiðsafurðum fyrir og eftir burð, bili milli burða, meðgöngutíma, fjölda sæðinga eftir burð hjá annars vegar tvíkelfdum kúm og hins vegar einkelfdum kúm. Engar sambærilegar rannsóknir hafa verið gerðar hérlendis svo vitað sé til og því er þetta verkefni fyrsta sinnar tegundar.
    Niðurstöður leiddu í ljós að tíðni tvíkelfingsburða var á bilinu 1,40-1,96 á árunum 2009-2019 og voru hlutfallslega flestir yfir sumartímann (1,85%). Hlutfallslega flestir tvíkelfingsburðir áttu sér stað á Suðurlandi og marktækur munur var á milli landshluta. Jákvæð marktæk fylgni er á milli númer mjaltaskeiðs og fjölda mjaltaskeiða (r=0,78). Tíðni tvíkelfingsburða er minnst á fyrsta mjaltaskeiði og eykst eftir því sem kýr ber oftar. Tvíkelfdar kýr skila að meðaltali meiri afurðum og mjólka að meðaltali (p<0,0001) fleiri mjaltaskeið heldur en einkelfdar kýr, auk þess að skila að jafnaði meiri afurðum yfir öll mjaltaskeiðin. Í öllum tilfellum eru tvíkelfdar kýr að skila meiri afurðum bæði fyrir og eftir burð óháð fjölda burða heldur en kýr sem bera einum kálfi. Þó er misjafnt hvort munurinn sé marktækur. Tvíkelfdar kýr skila lægri afurðum þegar þær ganga með kálfana, en afurðir aukast (p<0,0001) eftir burð. Bil milli burða einkelfdra kúa er að meðaltali 397,9 dagar samanborið við 407,6 daga hjá kúm sem voru tvíkelfdar (p<0,0001). Tvíkelfdar kýr þurfa fleiri sæðingar (p<0,0001) heldur en kýr sem borið hafa einum kálfi til að festa fang á ný. Meðgöngutími tvíkelfdra kúa er marktækt skemmri (282,7 dagar) heldur en hjá einkelfdum kúm (284,8 dagar).

Samþykkt: 
  • 9.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38841


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_ritgerð_SunnaSkeggjadóttir.pdf741.09 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna