is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Skipulag og hönnun > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38843

Titill: 
 • Aldraðir og útivera. Útivistarsvæði við dvalarheimilið Dalbæ á Dalvík
 • Titill er á ensku Elderly and outdoor activities. Outdoor recreation area by the retayrment home Dalbær in Dalvík
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Í nútíma samfélagi er mikið talað um þætti eins og umhverfi og útiveru. Lögð er áhersla á að útivera og hreyfing sé mikilvæg fyrir heilsu og vellíðan. Þetta á við um alla aldurshópa, allt frá börnum í leikskóla að öldruðum á dvalarheimilum og sýna rannsóknir fram á að útivera skiptir miklu máli varðandi andlega og líkamlega líðan. Umhverfið er ákveðin umgjörð utan um útivist og hefur náttúrulegt umhverfi oft mestu áhrifin á vellíðan. Græn svæði í borgum og bæjum eru því mikilvægur partur þegar kemur að skipulagi svæða. Huga þarf því að mörgu í hönnun á útivistarsvæðum almennt sem varðar notkun og nýtingu. Stofnanir eins og til dæmis dvalarheimili eru fyrir fólk sem komið er á efri ár, fólkið er allra jafna misjafnt til heilsunnar en hefur samt gaman og gott af útiveru eins og aðrir. Mörg dvalarheimili hafa á síðustu árum verið að breytast í hjúkrunarheimili, með fleira veikt fólk, sem þarf meiri hreyfingu og þjálfun.
  Í þessu verkefni verður sjónum beint að útivist aldraðra út frá umhverfi og lýðheilsu, og þá sérstaklega að öldruðum sem búa á dvalarheimilum.
  En hvernig er staðan með aðstöðu til útiveru og hvernig þurfa útivistarsvæði við dvalarheimili að vera ? Þeim spurningum verður leitast við að svara í þessu verkefni.
  Dvalarheimilið Dalbær á Dalvík er sjálfseignarstofnun sem rekin er með styrkjum frá ríki og bæ. Stór lóð er í kringum heimilið og aðstaða til útiveru svipuð og almennt er við dvalarheimili. Lóðin hefur mikið upp á að bjóða, þar sem hún liggur vel hvað varðar skjól og landslag, með gott útsýni yfir byggðina og fjöllin í kring.
  Markmið þessa verkefnis er að skoða hvernig hægt sé að bæta aðstöðu til útivistar við dvalarheimilið svo áhugi til útiveru verði meiri. Hönnunarforsendur eru unnar út frá greiningunni á svæðinu. Hönnunartillagan er byggð upp á því að gera gott og fjölbreytt útivistarsvæði sem hentar öldruðum en nýtist jafnfram sem almenningsgarður. Einnig voru hugmyndir íbúa teknar með í tillöguna, sem vissulega skipta miklu máli við hönnun á slíkum svæðum.
  Með hönnunartillögunni verður þannig leitast við að skapa aðstæður sem gefa öllum meiri gleði og tilbreytingu inn í daglegt líf.
  Þó þessi hönnunartillaga sé miðuð sérstaklega við dvalaheimilið Dalbæ á Dalvík, þá væri hægt að heimfæra hana við flest önnur dvalarheimili á landinu.

Samþykkt: 
 • 9.6.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/38843


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_ritgerð_Aldraðir_og_útivera.pdf38.02 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna