Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/38844
Markmiðið með þessu verkefni var að skoða þær líkamlegu kröfur sem gerðar eru til knattspyrnumanna og koma með tillögur að því hvernig hægt sé að bæta þær með vel skipulagðri og markvissri styrktarþjálfun. Verkefnið er ætlað bæði þjálfurum og leikmönnum sem vilja auka skilning sinn á styrktarþjálfun knattspyrnumanna og auðvelda þeim við val á æfingum, aðferðum og uppsettningu í sinni þjálfun. Verkefnið er tvíþætt og skiptist í fræðilegan kafla og handbók. Í fræðilega kaflanum er farið er yfir helstu líkamlegu kröfur knattspyrnuleiksins, þjálfunaraðferðir styrks og hraða og hvernig hægt sé að skipta þjálfuninni niður á tímabil. Í handbókinni má finna dæmi um hvernig hægt sé að tímabilaskipta styrktarþjálfun fyrir efstu deilt í íslenskri knattspyrnu eftir áherslum og markmiðum. Ásamt því eru hagnýtar æfingar útskýrðar með orðum og myndum en einnig er tengill fyrir hverja æfingu á Youtube þar sem framkvæmd hreyfingarinnar er sýnd.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Hvernig bætum við frammistöðu knattspyrnufólks í kraft og hraða.pdf | 420,63 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Handbók fyrir styrktarþjálfun í knattspyrnu.pdf | 166,93 MB | Opinn | Viðauki | Skoða/Opna |