is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Skipulag og hönnun > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38845

Titill: 
  • Hvanneyri – Saga, náttúra og ferðaþjónusta. Skipulagstillaga að fræðslustíg
  • Titill er á ensku Hvanneyri – History, nature and tourism
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Saga Hvanneyrar er einstaklega áhugaverð hvað ferðaþjónustu varðar. Sagan nær allt aftur til landnáms. Bændaskóli var stofnaður á staðnum árið 1889 og hefur Hvanneyrarþorpið að mestu byggst upp í kringum hann. Gamla bæjartorfan er með mikið menningarsögulegt gildi og hefur verið friðlýst sem landslagsheild, bæði hvað varðar byggingar og umhverfi, sú eina á Íslandi. Náttúran er ekki síður merkileg en Hvanneyri hefur verið friðlýst sem búsvæði blesgæsar og árið 2011 var friðland fugla í Andakíl stofnað. Árið 2013 var Andakíll settur á lista Ramsar, sem er alþjóðasamningur um verndun votlendis. Einstakt er að á Ramsar-svæði sé einnig þéttbýli, en sú er einmitt staðan á Hvanneyri.
    Markmið verkefnisins er að sameina sögu og náttúru Hvanneyrar og skipuleggja fræðsluleið um svæðið. Með því að leggja stígakerfi með góðum upplýsinga- og fræðsluskiltum á leiðinni má laða að ferðamenn en einnig geta heimamenn og aðrir nýtt sér stígakerfið.
    Í verkefninu er leitast eftir að skrá og greina gögn og heimildir sem varða málefnið og skoða fordæmi annars staðar frá. Greining verður gerð á Hvanneyri og umhverfi þess. Tekin voru viðtöl við þrjá einstaklinga og könnun lögð fyrir ferðamenn, heimamenn og nemendur Lbhí út frá eigindlegri aðferðarfræði. Farið verður yfir skipulagsforsendur og gerð samantekt yfir þau atriði sem eru til staðar og farið yfir hvar tækifærin liggja fyrir Hvanneyri. Hvers konar fræðsla þarf að eiga sér stað og hvaða innviðir eru til staðar sem hægt er að nýta í uppbyggingu á svæðinu. Að lokum verða settar fram forsendur fyrir skipulagi og skipulagstillaga gerð að stígakerfi. Ásamt hugmyndum fyrir stígakerfi, upplýsingaskilti og aðra innviði, sem geta nýst sem ákveðin fræðsluleið fyrir fólk á öllum aldri.

Samþykkt: 
  • 9.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38845


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hvanneyri_saga_náttúra_og_ferðaþjónusta_-_Nanna.pdf5.06 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna