Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/38846
Líkamlegar mælingar knattspyrnumanna hafa færst í aukana síðastliðin ár og eru þær gerðar til þess að halda betur utan um stöðu og framþróun leikmanna. Þessi rannsókn var gerð með það að leiðarljósi að skoða hvort munur væri á líkamlegri getu leikmanna á höfuðborgarsvæðinu og af landsbyggðinni. Þátttakendur í rannsókninni voru 360 strákar á sextánda aldursári frá 30 liðum á landinu. Þátttakendum var skipt upp í tvo hópa, höfuðborgarsvæði og landsbyggð, eftir því hvar lið þeirra er staðsett á landinu. Framkvæmdar voru líkamlegar mælingar víðsvegar um landið og voru fimm grunnpróf gerð á hraða, skothraða, stökkkrafti, snerpu og þoli. Helstu niðurstöður sýndu fram á marktækan mun á milli leikmanna á höfuðborgarsvæðinu og af landsbyggðinni í hraða- og þolprófi en aðrar mælingar sýndu ekki fram á marktækan mun. Álykta má að leikmenn á höfuðborgarsvæðinu séu í betra líkamlegu ásigkomulagi en ástæður fyrir því eru óljósar. Kanna þarf betur hvaða ástæður geta legið að baki líkt og bakgrunn leikmanna, líkamlega hæfni, æfingaaðstöðu, æfingaálag og þjálfun. Þar sem rúmlega tvöfalt fleiri leikmenn komu frá höfuðborgarsvæðinu í rannsókninni hefði verið æskilegra að skoða hvort jafna hefði þurft hlutföllin milli hópanna til að fá betri mynd af niðurstöðum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
B.Sc. Lokaritgerð Frans og Örn.pdf | 417,37 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |