is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3885

Titill: 
  • Réttmæti skimunarútgáfu Íslenska þroskalistans
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Haft var samband við 211 foreldra og þeir beðnir um að taka þátt í rannsókn á skimunarútgáfu Íslenska þroskalistans á málsviði. Af þeim samþykktu 93 að taka þátt og svöruðu skimunarlistanum. Síðan voru tvö undirpróf úr munnlega hluta WPPSI-RISL, Reikningur og Orðskilningur, lögð fyrir börn þeirra. Markmiðið var að meta hversu vel skimunarlistinn gagnaðist við að finna þau börn sem teldust vera með frávik á undirprófunum tveimur. Ekki var fylgni milli skimunarlistans og undirprófsins Orðskilnings. Orðskilningur er talinn meta málhæfni og því ljóst að skimunarlistinn er kannski að meta eitthvað annað en almennan málþroska. Þetta er stutt með því að skimunarlistinn var með marktæka fylgni við undirprófið Reikning sem er talið meta vinnsluhraða og vinnsluminni frekar en almennan málþroska. Þetta styður það að skimunarlistinn sé frekar að mæla almennan vitsmunaþroska en sérhæfðan málþroska. Þetta þarf að athuga með frekari rannsóknum þar sem skimunarlistinn er borin saman við önnur þroskapróf eins og t.d. TOLD-2P. Í einungis einu tilfelli var viðunandi næmi og sérhæfni en það var þegar miðað var við mælitöluna 55 á undirprófinu Nám á skimunarlistanum til að finna þau börn sem eru með mælitöluna 7 eða lægri á undirprófinu Reikningi. En skimunarlistinn var þó betri en ágiskun í að finna þau börn sem teljast vera með frávik á undirprófunum Reikningi og Orðskilningi.

Samþykkt: 
  • 5.6.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3885


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Johanna_Dagbjartsdottir_Forsida_fixed.pdf22.26 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
Johanna_Dagbjartsdottir_Meginmal_fixed.pdf933.43 kBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna