is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Náttúra og skógur > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38851

Titill: 
  • Viðbrögð virknihópa plantna viðáburðargjöf ogútilokun beitar á íslenska hálendinu
  • Titill er á ensku Response of plant functional groups to grazing exclusion and fertilization in the Icelandic highlands
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Útdráttur er á ensku

    From the time of settlement the Icelandic highlands have undergone a drastic ecological change. This is partly due to climate and geological factors, but the introduction of large herbivores at the end of the 9th century had a strong influence on the ecosystems, especially those in the highlands. Nowadays, grazing practices in Iceland rely on extensive sheep grazing in summer rangelands, mainly located in the highlands, from June and until the autumn. Centuries of high grazing pressures in these ecosystems have driven some of them to a degraded state, with little chance of recovery unless active restoration measures are implemented.
    In this study, I use plant community data from a field experiment to examine the effects of two management practices, grazing exclusion and fertilization, on the cover of different plant functional groups after four years of treatment. Plant functional groups are groups of plants that share similar characteristics and functions in an ecosystem. In this study I categorized plants into three groups: facilitating, neutral and retarding, depending on their effects on ecosystem processes.
    Following my expectations, the facilitating group showed a positive response to the fertilizing experimental treatments and increased their cover in response to fertilization. The neutral plant functional group did not respond to the treatments, and the retarding group reduced its cover in favor of the facilitating group. Grazing exclusion did not show a strong effect on the cover of the different plant functional groups, but this was to be expected given the relatively short duration of the experiment (4 years). Grazing exclusion generally needs more time to have an effect on ecosystems than fertilization.

  • Frá tímum landnáms hefur íslenska hálendið gengið í gegnum miklar vistfræðilegar breytingar. Þær hafa að hluta til orðið vegna breytinga á loftslagi og einnig vegna jarðfræðilegra þátta, en það má með sanni segja að innflutningur beitardýra til landsins í lok níundu aldar hafi haft gríðarleg áhrif á vistkerfi Íslands, einkum þau á hálendinu. Enn þann dag í dag liggur góð afkoma húsdýra, sérstaklega fjár, á beitarlöndum hálendisins, þar sem féið gengur frá júní og fram á haust. Hár beitarþrýstingur á þessi vistkerfi hefur rýrt framleiðslugetu og stöðugleika þeirra svo mikið að ólíklegt er að þau nái fyrri stöðugleika sjálf og án inngrips er hætta á að mörg þeirra rýrni enn frekar.
    Í þessari rannsókn nota ég gögn um plöntusamfélög til að skoða áhrif tveggja aðferða, áburðargjafar og útilokun beitar, á þekju virknihópa planta eftir fjögurra ára meðferðartímabil. Virknihópar eru hópar plantna sem hafa álíka virkni og hlutverk í vistkerfi. Í þessari rannsókn flokkaði ég plöntutegundir í þrjá hópa: virkar, hlutlausar og hindrandi, eftir áhrifum þeirra á vistkerfisferli.
    Líkt og við var búist sýndi hópur virku platnanna jákvæð viðbrögð við áburðargjöf og jók þekju sina. Hlutlausi hópurinn sýndi lítil sem engin viðbrögð við aðferðunum. Hindrandi hópurinn dróg úr þekju sinni og þær virku komu þar inn í staðinn. Það að útiloka beit hafði ekki marktæk áhrif á neinn af virknihópunum, en það kom ekki á óvart þar sem að tilraunin hafði ekki verið í gangi nema í fjögur ár þegar gögnunum var safnað. Það að útiloka beit eða draga úr henni hefur ekki eins snör áhrif á vistkerfi og áburðargjöf.

Samþykkt: 
  • 10.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38851


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSc._lokaverkefni_HannaLaufeyJónasdóttir.pdf962.49 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna