Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/38859
In this thesis the pathogenic potential of the blue stain fungus Ophiostoma clavatum in Scots pine (Pinus sylvestris) seedlings was explored. Following climate change, in recent decades, an increased severity of the bark beetle Ips acuminatus attacks on Scots pine has been observed, both in Finland and in the alpine regions of Europe. I. acuminatus vectors O. clavatum and these attacks have led to increased tree mortality.
This research was designed to determine if O. clavatum alone had pathogenic potential and if it would be a contributor to Scots pine seedling mortality. The method used was to divide 90 Scots pine seedlings into: i) a control group, ii) a mock-inoculated control group, and iii) an inoculated group. The seedlings were kept in an incubator room at stable conditions so nothing bothered them apart from the infection and the mechanical wounding. The seedlings were then observed for 8 weeks before various growth components were measured in addition to being inspected for O. clavatum infection, and a visual infection class was given to those infected.
The result was that there was no significant difference in the growth patterns between the groups, except in reduced total dry weight of the inoculated group compared the untreated control group, when small differences in initial seedling size had been accounted for. The main conclusion is, therefore, that O. clavatum does not have much significant pathogenic potential on its own on Scots pine seedlings. The harm observed in nature is most likely a combination of climate conditions and the intensity of the bark beetle attacks, with the blue stain infection assisting in the downfall rather than being the causal agent.
Í þessari rannsókn var sýkingarmætti grágeitarsveppsins Ophiostoma clavatum í fræplöntum skógarfuru kannað. Í kjölfar loftlagsbreytinga undanfarinna áratuga hefur árásarharka barkarbjöllunnar Ips acuminatus gagnvart skógarfuru aukist töluvert í Finnlandi sem og í fjallahéruðum Evrópu. Þessi aukna harka hefur orsakað meiri trjádauða en vant er. I. acuminatus ber smit af O. clavatum á milli trjáa.
Rannsóknin var hönnuð með það fyrir augum að kanna hvert sýkingarmætti O. clavatum væri og hvort smitið eitt og sér gæti orsakað trjádauða. Við framkvæmdina voru 90 fræplöntum skipt í viðmiðunarhóp, viðmiðunarhóp með gervismiti, og smithóp. Fræplönturnar voru hafðar í gróðurherbergi þar sem umhverfisaðstæður voru stöðugar og ekkert angraði plönturnar annað en gervismitið og raunsmitið. Fylgst var með plöntunum í átta vikur og í lok þess tímabils voru ýmsar mælingar framkvæmdar sem og smit kannað og smiteinkunn gefin.
Helstu niðurstöður voru þær að engin marktækur munur var á milli hópa nema hvað viðkom lægri þurrvigt smitaða hópsins og viðmiðunarhópsins án gervismits þegar munur milli upphafshæðar var tekinn með í reikninginn. Það má því ganga út frá því að sýkingamætti O. clavatum sé lítið sem ekkert í fræplöntum skógarfuru. Sá skaði sem sýkt tré verða fyrir í náttúrunni er líklegast afleiðing samverkandi þátta veðurfars og annarra umhverfisaðstæðna sem og aukin harka í árásum barkarbjallnanna sem bera smit í tréð sem ásamt öðrum þáttum veikir tréð og getur jafnvel valdið dauða þess.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
07_Oclavatum_Final_ThI.pdf | 1.49 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |