Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38869
By 2050, 115.4 million people will be living with dementia. These numbers call for appropriate training and knowledge by health professionals. Studies have shown that health field students are often ill-prepared in their studies and thus lack proper knowledge of dementia. The current study aimed to compare general knowledge and knowledge of modifiable risk factors for dementia of those that had received health-related education with those who had not. The study included 891 participants, of which 304 were current or former health field students. Results found a difference between both general knowledge and knowledge of modifiable risk factors between genders. Results also found that with increasing education, performance in identifying symptoms as well as the modifiable risk factors combined also increased. Additionally, those with a health-related education identified more symptoms and modifiable risk factors than those who did not. The results suggest a lack of general dementia knowledge and knowledge of modifiable risk factors of dementia. Information regarding the symptoms and the modifiable risk factors of dementia therefore needs to be disseminated towards all individuals, regardless of whether they have a health-related background or not.
Keywords: Dementia Awareness, Risk Factors, Health-Related Fields, Education
Árið 2050 munu 115,4 milljónir fólks lifa með heilabilun. Þessi fjöldi krefst viðeigandi þjálfunar og þekkingar heilbrigðisstarfsfólks. Rannsóknir hafa sýnt að nemar í heilbrigðistengdum greinum eru oft illa undirbúnir í náminu sínu og skortir því góða þekkingu á heilabilun. Markmið þessarar rannsóknar var að bera saman almenna þekkingu og þekkingu á áhættu- og verndandi þáttum heilabilunar hjá heilbrigðismenntuðu fólki og fólki án heilbrigðistengdrar menntunar. Þátttakendur rannsóknarinnar voru 891, þar af 304 sem voru núverandi eða fyrrverandi nemendur í heilbrigðistengdum greinum. Niðurstöður sýndu mun milli almennrar þekkingar og þekkingar á verndandi- og áhættuþáttum heilabilunar milli kynja. Einnig sýndu niðurstöður að með aukinni menntun jókst einnig geta til að bera kennsl á einkenni og áhættu- og verndandi þætti heilabilunar. Þátttakendur með heilbrigðistengda menntun þekktu einkennin og þættina betur en þátttakendur sem höfðu ekki fengið heilbrigðistengda menntun. Þessar niðurstöður gefa til kynna skort á bæði almennri þekkingu og þekkingu á áhættu- og verndandi þáttum heilabilunar. Upplýsingum um einkenni og áhættu- og verndandi þætti heilabilunar þarf því að miðla til allra einstaklinga, hvort sem þeir hafa heilbrigðistengdan bakgrunn eða ekki.
Lykilorð: Vitundaraukning heilabilunar, áhættuþættir, heilbrigðistengdar greinar, Menntun.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Elva - Bsc skemman.pdf | 414.88 kB | Lokaður til...01.06.2030 | Heildartexti | ||
unnurvk_2021-05-25_14-42-40.pdf | 394.47 kB | Opinn | Beiðni um lokun | Skoða/Opna |