is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/3888

Titill: 
  • Áhrif fullkomnunaráráttu, athyglisbrests með/án ofvirkni og ofurábyrgðarkenndar á áráttu- og þráhyggjueinkenni
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Prófuð var fylgni sjálfsmatsmælinga á fullkomnunaráráttu eða „ekki alveg réttrar tilfinningar“
    (EART), ábyrgðartilfinningu (Responsibility Attitudes Scale eða RAS), athyglisbresti með
    ofvirkni (Attention deficit-hyperactivity disorder self-report scale eða AD/HD-SR),
    kvíða/þunglyndi (Hospital Anxiety and Depression Scale eða HADS) og vitsmunabresti
    (Cognitive Failures Questionnaire eða CFQ) við áráttu og þráhyggjueinkenni (Obsessive
    Compulsive Inventory-Revised eða OCI-R), en því var spáð að áráttu og þráhyggjueinkenni
    tengdust mælingum á öllum þessum hugsmíðum. Einnig var prófuð fylgni einstakra
    undirkvarða prófs fyrir áráttu og þráhyggjueinkenni við fullkomnunaráráttu,
    ábyrgðartilfinningu, athyglisbrest með ofvirkni, kvíða og vitsmunabrest. Þá var athugað hvort
    breytur hefðu sértæk tengsl við áráttu og þráhyggjueinkenni að tilliti teknu til kvíða og
    þunglyndis. Þátttakendur voru alls 207, konur og karlar á aldrinum 20-30 ára á fyrsta ári í
    grunnnámi sálfræði. Niðurstöður studdu þær tilgátur sem settar voru fram og hafði kvíði
    sterkustu fylgnina við áráttu og þráhyggjueinkenni. Þegar stjórnað var fyrir kvíða komu fram
    sértæk tengsl ekki réttrar tilfinningar og ábyrgðartilfinningar við áráttu- og
    þráhyggjueinkenni. Fremur lítill munur kom fram í tengslum breyta við mismunandi undirflokka áráttu og þráhyggju.

Samþykkt: 
  • 5.6.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3888


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hanna_Kristin_Hannesdottir_fixed.pdf333,48 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna