is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Íþróttafræðideild / Department of Sport Science >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/38882

Titill: 
  • Samanburður á líkamlegu atgervi yngri landsliða karla í körfuknattleik : líkamlegar mælingar á U-15 ára, U-16 ára og U-18 ára
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna mun á líkamlegu atgervi milli yngri landsliða karla (U-15 ára, U-16 ára og U-18 ára) í körfuknattleik. Gerðar voru líkamlegar mælingar á 87 körlum. Mælingarnar voru níu í heildina; hæð, þyngd, faðmlengd, 10 og 15 metra sprettir, t-test, körfubolta brjóstsending, line drill og Yo-Yo intermittent recovery test level 1. Niðurstöðurnar sýndu marktækan mun á milli hópanna í sex af níu mælingunum. Í hæð, þyngd, faðmlengd, körfubolta brjóstsendingunni voru U-16 ára og U-18 ára hóparnir marktækt betri en U-15 ára hópurinn. Í t-test var U-18 ára hópurinn marktækt hraðari en U-15 ára hópurinn og í line drill var U-16 ára hópurinn marktækt hraðari en U-15 ára hópurinn. Í þeim mælingum sem sýndi marktækan mun var U-15 ára hópurinn alltaf með
    marktækt slökustu frammistöðuna. Niðurstöðurnar eru þær að það er munur á líkamlegu atgervi á milli aldurshópa og að yngri leikmenn eru með slakari frammistöðu. Þar sem fáar rannsóknir eru til um samanburð á milli þessara aldurshópa þá væri hægt að gera mun betur í mælingum og rannsóknum til að ná fram niðurstöðum um hvort að mismun sé að ræða, því líkamlegar mælingar eru mikilvægar til þess að meta og hámarka árangur
    leikmanna

Samþykkt: 
  • 11.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38882


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Samanburður á líkamlegu atgervi yngri landsliða karla í körfuknattleik.pdf548,47 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna