Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38884
Verkefnið er í tveimur hlutum, fyrri hlutinn er fræðileg umfjöllun um endurhæfingu hnémeiðsla í íþróttum. Seinni hlutinn er handbók þar sem settar eru fram endurhæfingaráætlanir fyrir eftirfarandi meiðsl; fremra krossbandslit, rifinn liðþófa, hnéskeljarsinabólgu og brjóskbreytingar. Einnig er sett fram sálfræðileg áætlun því mikilvægt er að kenna einstaklingum að nýta sér þau sálfræðilegu verkfæri sem standa til boða til þess að bæta andlega líðan í gegnum bataferlið. Markmið verkefnisins er að geta veitt íþróttafólki yfirsýn yfir bataferlið og hverjar kröfurnar eru til þess að verða „til í spil“. Skilyrðin á bak við að vera orðinn „til í spil“ eru að lágmarka líkur á endurmeiðslum og að einstaklingur hafi líkamlega getu til þess að taka fullan þátt í íþróttagrein sinni. Endurhæfingar áætlunum er skipt niður í fasa þar sem markmið hvers og eins er sett fram á skýran hátt. Þar sem meiðsl geta haft mikil áhrif á íþróttaferilinn er markmið þessarar handbókar að geta aðstoðað við bataferlið og aukið skilning á áherslum og markmiðum endurhæfingaráætlana.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaverkefni - Ritgerð.pdf | 544.07 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Til í spil - handbók.pdf | 1.08 MB | Opinn | Viðauki | Skoða/Opna |