is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Íþróttafræðideild / Department of Sport Science >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38885

Titill: 
  • Næringarþörf og næring afreksíþróttafólks í Crossfit og ólympískum lyftingum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að skoða mikilvægi næringar í íþróttum með áherslu á afreksíþróttir og hvort afreksíþróttafólk í CrossFit og Ólympískum lyftingum borði nóg og í samræmi við ráðleggingar. Rannsóknin var megindleg. Spurningalisti var lagður fyrir CrossFit og Ólympískt afreksíþróttafólk, þátttakendur voru í heildina sjö. Einnig skiluðu þátttakendur inn matareyðublaði þar sem næring þeirra yfir einn dag kom fram. Grunnurinn að næringu fyrir íþróttafólk er hollur matur og næring í góðu jafnvægi. Íþróttafólk hefur þó sérstakar næringarlegar þarfir. Það þarf að passa upp á að neysla hitaeininga sé nægileg, ekki er óalgengt að afreksíþróttafólk nái ekki að neyta nægilega margra hitaeininga. Það eru vísbendingar að árangur, langvarandi eða mikillar áreynslu, sé aukinn með ríflegri neyslu kolvetna. Að innbyrða hágæða prótein er árangursrík leið til að viðhalda, endurheimta og mynda beinagrindarvöðvaprótein. Fita er lykilatriði í mataræði íþróttafólks þegar kemur að því að uppfylla hitaeiningafjölda sem neyta á yfir daginn. Vítamín eru líkamanum lífsnauðsynleg og hafa áhrif á fjölda lífeðlisfræðilegra ferla sem eru mikilvægir fyrir íþróttaiðkun. Sum lífeðlisfræðileg hlutverk steinefna eru mikilvæg fyrir íþróttafólk. Helstu niðurstöður voru að þátttakendur þessarar rannsóknar neyta of lítið af hitaeiningum miðað við reiknaða orkuþörf. Einnig borðuðu þeir of lítið af kolvetnum en neyttu ríflega af próteinum. Íþróttafólkið ætti því að einbeita sér minna að próteingjöfum og reyna að borða meira af fæðu sem er auðug af kolvetnum.

Samþykkt: 
  • 11.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38885


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Auður Arna - BS ritgerð.pdf509.63 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna