is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38893

Titill: 
 • Kennigreining á ljósóháðum samlífsbakteríum fléttna og hæfni þeirra til niðurbrots á mismunandi fjölliðum
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Fléttur saman standa af svepphluta og ljóstillífandi lífveru. Af þeim 20.000 fléttum sem hefur verið lýst mynda sambýli með svepp, grænþörungum og/eða blábakteríu, einnig eru bakteríur sem kallast samlífsbakteríur hluti af sambýlinu. Almennt hafa sambýlisbakteríur fléttna verið lítið rannsakaðar en rannsóknir sem að þeim snúa hefur fjölgað til muna síðasta áratug. Tegundasamsetning, ensímvirkni og vistfræðilegt hlutverk þeirra innan sambýlisins er enn þá lítt þekkt.
  Markmið þessa verkefnis var að raðgreina bakteríustofna frá mismunandi fléttutegundum, greina þá til ættkvísla og skoða hvaða tegundir er að finna innan fléttna. Samhliða því var ákveðið að framkvæma skálaprófun til að skima fyrir ensímvirkni stofnanna til að brjóta niður sex mismunandi fjölliður; kaseín, xylan, sellulósa, kítósan, kollagen og pektín.
  Niðurstöður rannsóknar sýndu að stofnar sem voru kennigreindir tilheyrðu tveimur fylkingum; Proteobacteria (62%) og Actinobacteria (38%). Alls voru greindar ættkvíslir og 11 tegundir. Við skimun á hæfni stofna til að brjóta niður fjölliður gat enginn stofn brotið niður kítósan og aðeins einn gat botið niður niður sellulósa. Þrír stofnar eða 5,1 % af heildarstofnfjölda sýndu jákvæða svörun við niðurbroti á xylan. Við skimun fyrir niðurbroti á kaseíni sýndu 26 stofnar eða 44,1 % af heildarstofnfjölda jákvæða svörun. Skimun fyrir niðurbroti á kollageni sýnd 24 stofnar eða 40,7% af heildarstofnfjölda jákvæða svörun. Alls voru 19 stofnar eða 32,3% af heildarstofnfjölda sem sýndu jákvæða svörun fyrir niðurbroti á pektíni.

 • Útdráttur er á ensku

  Lichens consist of a mycobiont, and one or more photosynthetic partners. In general, the symbiotic bacteria of lichens have been little studied. Species composition, enzymatic activity and ecological role within the simbiotic are still little known. The aim of this project was to sequence strains from different lichen species, classify them into genera and to examine which species are found within lichen. At the same time, it was decided to perform test on strains by screen for enzyme activity to break down six different polymers: casein, xylan, cellulose, chitosan, collagen and pectin. The results of the study show that the identifies strains were classified to two groups: Proteobacteria (62%) and Actinobacteria (38%). Nine genera and 10 species were identified. When testing the ability of strains to break down polymers, no strain could break down chitosan and only one could break down cellulose. Three strains showed a positive response to xylan degradation or5.1% of the total strain. The screening for casein degradation, there were 26 strains that showed a positive response or 44.1% of the total strains. Screening for collagen degradation there were 24 strains that showed positive response or 40.7% of the total strain. Screening for pectin degration there were 19 strains or 32,3% of the total strains that showed a positive response.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 02.06.2030.
Samþykkt: 
 • 14.6.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/38893


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kennigreining á ljósóháðum samlífsbakteríum fléttna og hæfni þeirra til niðurbrots á mismunandi fjölliðum.pdf1.09 MBLokaður til...02.06.2030PDF