is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38898

Titill: 
 • Erfðabreytileiki í APP geninu : eru tengsl hjá einstaklingum með HCCAA og Alzheimer?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Arfgeng heilablæðing (HCCAA) er séríslenskur sjúkdómur sem má rekja til L68Q stökkbreytingarinnar en sjúkdómurinn lýsir sér þannig að afbrigðileg cystatin C prótein safnast upp og valda útfellingum á amýlóíðum. Fyrirtækið Arctic Therapeutics hefur síðastliðin ár staðið fyrir klínískum rannsóknum þar sem verið er að þróa lyf fyrir einstaklinga með HCCAA en nýjar rannsóknir hafa sýnt fram á að hægt sé að draga úr myndun L68Q-hcc útfellinga með daglegri inntöku á andoxunarefninu NAC. Vitandi það að Alzheimer og arfgeng heilablæðing eru báðir mýlildasjúkdómar sem hafa sýnt fram á uppsöfnun amýlóíða í heilaæðum hafa spurningar vaknað um möguleg tengsl milli sjúkdómanna tveggja. Finnist tengsl gæti það varpað ljósi á þann möguleika að NAC hindri einnig útfellingu amýlóíða hjá Alzheimers sjúklingum.
  APP genið kóðar fyrir amýlóíða-forvera próteininu sem klofnar niður í peptíð sem kallast Aβ peptíð. Stökkbreytingar í APP eru nokkuð algengar en þessar stökkbreytingar geta haft í för með sér annað hvort aukna framleiðslu á amýlóíðamyndandi Aβ42 ísóformi eða auka samloðunareiginleika þeirra. Talið er að Aβ peptíðin séu hugsanlegir orsakavaldar Alzheimer sjúkdómsins þar sem Aβ peptíðin fjölliðast og mynda þræði sem safnast upp og valda beinum skaða á taugar.
  Í verkefninu var skimað fyrir fjórum einkirnabreytileikum (SNP) hjá 16 einstaklingum með L68Q stökkbreytinguna en þessir SNP samsvara allir stökkbreytingum sem hafa það sameiginlegt að auka líkurnar á ættgengum Alzheimer sjúkdóm. Stökkbreytingarnar sem voru skoðaðar í þessu verkefni höfðu m.a. sýnt fram á tengsl við mýlildasjúkdóma í æðum, próteinúrfellingar í æðaveggjum heilaæða eða offramleiðslu á Aβ trefjaþráðum.
  Niðurstöður verkefnisins leiddu það í ljós að ekki var hægt að sýna fram á tengsl á milli Alzheimer sjúkdómsins og arfgengrar heilablæðingar út frá þeim fjórum einkirnabreytileikum sem voru skoðaðir í þessu verkefni. Frekari rannsóknir á viðfangsefninu munu auka þekkingu okkar á mögulegum tengslum milli sjúkdómanna tveggja.

 • Útdráttur er á ensku

  Hereditary Cystatin C Amyloid Angiopathy (HCCAA) is an Icelandic disease that occurs due to mutation called L68Q, leading to accumulation of abnormal cystatin C proteins causing precipitation of amyloids. The company Arctic Therapeutics has been conducting clinical trials in drug development for patients with HCCAA for the past years. New research has shown that with daily intake of the antioxidant NAC, patients with HCCAA can reduce formation of L68Q-hcc precipitation. Knowing that Alzheimer and HCCAA are both amyloidosis diseases that show symptoms of accumulation amyloids in cerebral arteries, it can be hypothesized if there is a possibility of linkage between the two diseases. If linkage can be found it could shed a light on the possibility of NAC also reducing precipitation of amyloids for Alzheimer‘s patients.
  The APP gene encodes the amyloid-precursor protein that is further cleaved into a peptides called Aβ peptides. Mutations in the APP gene are fairly common, but these mutations can either demonstrate increased production of amyloid-forming Aβ42 isoform or increased cohesive properties. Aβ peptides can be considered responsible of causing Alzheimer disease since the Aβ peptides have the potential of polymerize and accumulate and can therefore cause direct damage on nerves.
  In this project, four different single nucleotide polymorphisms (SNP) that represent mutations associated with familial Alzheimer‘s disease were screened in 16 L68Q carriers. These four mutations have shown symptoms of e.g. vascular amyloidosis, cerebral amyloid angiopathy or overproduction of Aβ protofibril.
  The results of this project showed that no linkage can be shown between Alzheimer‘s disease and HCCAA disease in regards of the four SNP examined in this study. However, the question of whether a linkage of the two diseases, Alzheimer and HCCAA, actually exists is a subject of further research.

Styrktaraðili: 
 • Arctic Therapeutics ehf. sá fyrir öllum efnum og þeirri aðstöðu sem þurfti til þess að gera verkefnið mögulegt.
Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 09.04.2026.
Samþykkt: 
 • 14.6.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/38898


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni-Sigrún-Hrefna-Sveinsdóttir.pdf5.24 MBLokaður til...09.04.2026HeildartextiPDF