Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/38899
Hlutverk sjálfsáts er mikilvægt fyrir heilbrigði frumna. Enn er þó margt á huldu en talið er að efnasambönd sem koma að þessu flókna niðurbrotsferli sem stuðlar að eðlilegum vexti og þroska gætu verið lykilinn að meðferð og lækningu ýmissa sjúkdóma eins og taugahrörnunarsjúkdóma og krabbameina. Þekking á hópi gena (Atg) sem kóða fyrir sjálfsátstengdum próteinum hefur ýtt undir áhuga vísindasamfélagsins á sjálfsátsferlinu og frekari rannsóknum tengdum þessu flókna líffræðilega ferli.
Þetta rannsóknarverkefni var hugsað til stuðnings við frekari rannsóknir á sjálfsáti og markmið þess að útbúa nýja stofna tilraunalífveru (Drosophila melanogaster) til frekari greiningar á flæði sjálfsáts í taugafrumum. Annarsvegar með því að slá út Atg7 genið í ávaxtaflugu og hinsvegar með því að setja upp æxlanir til að ná saman tjáningu D42Gal4 og flúrmerkts LC3 (Atg8) í taugakerfi ávaxtaflugunnar. Að auki voru gerðar mótefnalitanir á lirfuflökum með bælda tjáningu genanna pontin og reptin til að kanna áhrif breyttrar tjáningar próteinanna á sjálfsát í hreyfitaugafrumum.
The role of autophagy is important for normal growth and development. However, much remains unknown. Compounds involved in this complex degradation process are believed to be the key to treat and cure various diseases such as neurodegenerative diseases and cancer. The complex biological process of autophagy has attracted much attention from the scientific community since a group of genes (Atg) that express autophagy related proteins were identified, and further research related to the process are important.
This research project was designed to support further research on autophagy. The main objective of the project was to prepare new strains of model organism (Drosophila melanogaster) for further analysis of autophagy flux in neurons by knocking out the Atg7 gene in Drosophila melanogaster and by setting up crosses to link the expression of Gal4 and fluorescent LC3 (ATG8) in the nervous system of the fruit fly. In addition, antibody staining of larval fillets with suppressed expression of two genes was performed to investigate the effect of altered protein expression on autophagy in motor neurons.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaverkefni_SR_LOK.pdf | 895.01 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |