is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/389

Titill: 
  • Líkamlegt heilbrigði og sjálfsvirðing : rannsókn meðal unglinga í grunnskólum og framhaldsskólum á Akureyri
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða hvaða þættir það eru sem tengjast sjálfsvirðingu unglinga á Akureyri. Rannsóknir tengja sjálfsvirðingu oftast við líkamsþyngd einstaklinga (McCabe og Ricciardelli, 2001) en margt bendir til þess að fleiri þættir skipti máli. Þátttakendur voru nemendur í 7. og 10. bekk í grunnskólum Akureyrar ásamt nemendum sem fæddir eru árið 1987 sem stunda nám í menntaskólum á Akureyri. Kvarði Rosenbergs á sjálfsvirðingu er notaður til að mæla sjálfsvirðingu unglinga en einnig var BMI líkamsþyngdarstuðull mældur hjá öllum nemendum ásamt bakgrunnsspurningum um kyn, aldur, líkamlega þjálfun, megrun, reykingar o.fl. Gagnasafn rannsóknar sem kemur út árið 2006 var notað til að fá upplýsingar um nemendur í 7. og 10. bekk en notast var við hentugleikaúrtak við gagnaöflun í menntaskólum á Akureyri. Niðurstöður rannsóknar sem fengnar voru með aðhvarfsgreiningu benda til þess að unglingar í yfirþyngd hafi ekki lélegri sjálfsvirðingu en aðrir unglingar með tilliti til aldurs og virðast unglingsstúlkur hafa lélegri sjálfsvirðingu en unglingspiltar. Aðrir þættir sem tengjast sjálfsvirðingu unglinga eru líkamleg þjálfun, megrun og reykingavenjur þar sem unglingar með góða sjálfsvirðingu eru ólíklegri til að fara í megrun, skynja sjálfa sig í betri líkamlegri þjálfun og eru ólíklegri til að reykja miðað við þá sem hafa lélega sjálfsvirðingu. Unglingsstúlkur með lélega sjálfsvirðingu virðast gjarnar á að nota reykingar sem þyngdarstjórnun til að grennast en þannig telja þær sig geta aukið sjálfsvirðingu sína. Þessar niðurstöður eru mikilvægar að því leyti að þær benda til þess að unglingar á Akureyri sem tóku þátt í rannsókninni séu almennt með góða sjálfsvirðingu og virðist líkamsþyngd ekki hafa bein áhrif á sjálfsvirðingu þeirra. Með því að skoða hvaða þættir tengjast sjálfsvirðingu unglinga á Akureyri er auðveldara að sporna gegn þróun lélegrar sjálfsvirðingar með aukinni fræðslu.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Samþykkt: 
  • 1.1.2006
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/389


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
likamlegt.pdf458.25 kBTakmarkaðurLíkamlegt heilbrigði og sjálfsvirðing - heildPDF
likamlegt-e.pdf247.67 kBOpinnLíkamlegt heilbrigði og sjálfsvirðing - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
likamlegt-u.pdf55.21 kBOpinnLíkamlegt heilbrigði og sjálfsvirðing - útdrátturPDFSkoða/Opna