is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38905

Titill: 
 • Greining á mikilvægi þörunga : vistfræðileg áhrif og möguleikar
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Allt frá landnámi Íslands hefur þétting byggðar átt sér stað við sjávarsíðu og hefur sjósókn og sjávarútvegur verið ein aðalbúgrein landans í aldanna rás. Miðin í kringum Ísland eru gjöful og voru þess virði að berjast fyrir á sínum tíma. Ísland hefur átt í farsælum viðskiptum um allan heim og standast íslenskar sjávarafurðir hinar ströngustu kröfur neytandans um til dæmis rekjanleika, sjálfbærni og ferskleika. Samhliða því að íbúum heimsins fjölgar hefur orðið mikil vitundarvakning og sífellt meiri kröfur gerðar á rekjanleika afurða, lífræna framleiðslu og heilnæma fæðu sem aflað er í sátt við umhverfið og að hráefnið sé nýtt til fulls. Auðlindir hafsins takmarkast þó ekki við fiskistofna og eitt af því sem hefur að undanförnu fengið aukna athygli sem nytjaafurð eru þörungar.
  Verkefni þetta fjallar um mikilvægi þörunga, bæði vistfræðilegt og efnahagslegt. Í verkefninu er mögulegt hlutverk þörunga í baráttunni við loftlagsbreytingar í heiminum af mannavöldum metið. Hafið og þörungar hafsins binda mikið magn af CO2 úr andrúmsloftinu og hafa dregið mikið úr skaðsemi gróðurhúsalofttegunda undanfarin ár. Hreinsunargildi þörunga er mikið og nýta þeir sér ólífræn efni sem berast í hafið til vaxtar og hafa þeir verið kallaðir regnskógar hafsins.
  Helstu niðurstöður eru þær að kjöraðstæður og þekking eru til staðar og gætu auknar þörunganytjar skilað af sér gríðarlegu verðmæti og verið góð viðbót við þær þörunganytjar sem eru til staðar á Íslandi í dag. Ef spilað er rétt úr spilunum hefur Ísland alla burði til að skara fram úr og vera leiðandi í nýtingu þörunga.

 • Útdráttur er á ensku

  Ever since Iceland was first settled, coastal villages have been growing. Fishing and fishing industry have been one of Iceland’s main industry for centuries. The ocean all around Iceland are generous and were worth fighting for back in the days. Iceland has had successful trade all over the world and Icelandic seafood meets the markets strictest requirements for example, for traceability, sustainability and freshness. At the same time as the world's population is growing, there has been a great awakening and even more demands are made on product traceability, organic production and healthy food that is obtained in a sustainable way and the product is fully utilized. However, the ocean's resources are not limited to fishing and one of the things that has recently received increasing attention as a useful product is the seaweed. This project addresses the importance of seaweed, both ecologically and economically. It assesses the seaweed’s possible role in fighting the climate change. The ocean observes a large amount of CO2 from the atmosphere and has greatly reduced the harmful effects from the climate change in the world through the years. Seaweed takes up the CO2 from the ocean to do photosynthesis, the purification value of seaweed forests is high and it has been called the rainforest of the ocean. The main results are that ideal conditions and knowledge are present Iceland and increased seaweed harvest and commercial use could be a great addition to current status. If played correctly, Iceland has all the potential to excel and be a leader in the utilization of algae.

Samþykkt: 
 • 14.6.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/38905


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Greining á mikilvægi þörunga - GyðaBirnisdóttir.pdf603.12 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna