is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/38906

Titill: 
 • Þróun fiskmjölsverksmiðja : ferlagreining í fiskmjölsverksmiðju á Vopnafirði
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Á síðustu áratugum hafa áherslur á sjálfbærni og umhverfissjónarmið aukist og hefur uppsjávariðnaðurinn tekið virkan þátt í þeim áherslum með aukinni nýtingu uppsjávartegunda, sameiningu og endurnýjun skipaflotans og rafvæðingu fiskmjölsverksmiðja. Hráefni kemur ferskara í land og hefur það aukið hlutfall framleiðslu uppsjávarvinnsla til manneldis en það fellur á móti minna í hlut fiskmjölsverksmiðja. Fiskmjölsverksmiðjur fá hins vegar ferskara hráefni og eru því aukin tækifæri í afurðarþróun og markvissari markaðssetningu með skilgreiningu afurða.
  Markmið verkefnisins er að meta stöðuna á fiskmjölsverksmiðjum á Íslandi, framkvæma ferlagreiningu í fiskmjölsverksmiðjunni á Vopnafirði, gera efnamælingar og magngreiningu á mjöli á mismunandi stigum framleiðslunnar og meta hvort það sé arðsamt að aðskilja það mjöl. SVÓT greining var notuð til að meta hvaða áskoranir liggja fyrir og hvaða tækifæri eru í boði til að takast á við framtíðina. Verkefnið var unnið í samstarfi við fiskmjölsverksmiðju Brims á Vopnafirði. Lagt var upp með því að svara tveimur rannsóknarspurningum:
  Hver er staða og framtíðarhorfur fiskmjölsverksmiðja á Íslandi?
  Er arðsamt að aðskilja mjöl á mismunandi stigum framleiðslunnar?
  Helstu niðurstöður leiddu í ljós að ferlar fiskmjölsverksmiðjunnar á Vopnafirði virka ágætlega ef framleiða á fiskmjöl og lýsi í sama gæðaflokki og hefur verið gert undanfarin ár. Ef stýra á framleiðslunni í átt að gæðamjöli eða framleiðslu til manneldis, þarf að huga að nokkrum úrbótum. Þótti suða með mikilvægari ferlum sem þurfti að bæta ásamt því að aðskilja þurrefnisfasa og þurrka þá í sitthvoru lagi vegna mismunandi efnasamsetninga. Efnamælingar leiddu í ljós að töluverður munur er á efnainnihaldi fiskmjöls á mismunandi stigum framleiðslunnar. Ekki var virðisaukning í því að aðskilja fiskmjölið nema með þeim forsendum að cyklon mjöl yrði selt sem gæðamjöl með álagningu. Í SVÓT greiningu kom í ljós að núverandi staða fiskmjölsverksmiðja á Íslandi er nokkuð góð en þær standa frammi fyrir þó nokkrum áskorunum og þurfa að nýta tækifærin vel til að fleyta sér áfram í framtíðina.
  Lykilorð: Fiskmjöl, lýsi, fiskmjölsverksmiðja, ferlagreining, SVÓT-greining og virðisaukning.

 • Útdráttur er á ensku

  In recent decades, the focus on sustainability and environmental impact has increased greatly. The pelagic industry has been actively involved in this by increasing utilization of pelagic species, fleet renewal and by electrification of fishmeal factories. Raw material gets better handling and is brought fresher to the processing facilities. This has increased proportion of pelagic processing for human consumption, but then less raw material falls to fishmeal factories. On the other hand the fishmeal factories are getting fresher raw material which increases the possibilities for product development and targeted marketing.
  The purpose of this study is to evaluate the status of fishmeal factories in Iceland, conduct process analysis of the fishmeal factory in Vopnafjörður, make chemical measurements and quantitative analysis on fishmeal which are on different stages of production and evaluate if it is profitable to separate the fishmeal. SWOT analysis was used to evaluate the challenges fishmeal factories face and what opportunities are available to tackle the future. The study was carried out in collaboration with Brim’s fishmeal factory in Vopnafjörður. The aim of the study is to answer the following two research questions:
  What is the status and future prospects of fishmeal factories in Iceland?
  Is it profitable to separate fishmeal at different stages of production?
  The results of the study showed that the current process of the fishmeal factory in Vopnafjörður works fine if the production aims to produce fishmeal and fish oil in the same quality it has in recent years. If the aim is to produce quality fish meal or produce for human consumption the process needs some improvements. The process analysis showed that the boil process was the most important factor to improve and separating and drying the dry matter phases separately because of the different chemical composition. It was not evaluated profitable to separate the fishmeal except on the premises that the cyclone fishmeal would be sold as quality fishmeal. The SWOT analysis showed that the current status of fishmeal factories in Iceland is good, but they face future challenges and must utilize their opportunities to follow future developments.
  Keywords: fishmeal, fish oil, fishmeal factory, process analysis, SWOT-analysis and added value.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 30.04.2024.
Samþykkt: 
 • 14.6.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/38906


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þróun_Fiskmjölsverksmiðja_Halldór_Sigurðsson.pdf1.44 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna