Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/38909
Í þessari ritgerð verða fræðin á bakvið vörumerki, vörumerkjavirði og endurmörkun kynnt og möguleg tækifæri og hættur sem þarf að varast við endurmörkun fyrirtækis með tvennskonar aðskilda starfsemi metið með hliðsjón af fræðunum. Vörumerki eru álitin ein dýrmætasta eign fyrirtækja og því er mikilvægt að hlúa vel að þeim. Vörumerki þurfa að hafa ákveðna sérstöðu, vera auðkennandi og aðgreinandi. Breytingar á vörumerkjum geta verið nauðsynlegar sem dæmi þegar fyrirtæki sækja á erlenda markaði, þegar merkið er orðið úrelt og þörf er á nútímavæðingu þeirra eða þegar fara á inná fleiri markaði. Þegar neytendur missa sjónar á því fyrir hvað vörumerkið stendur, vörumerkið hefur tapað vörumerkjavirði eða breytingar orðið hjá fyrirtækinu getur lausnin falist í endurmörkun.
Endurmörkun felur í sér ásýndarbreytingu á vörumerkinu þar sem breytt er heiti, útliti, ímynd vörumerkis eða samsetning þessara þátta. Endurmörkun getur verið nauðsynleg þegar framleiðsla og þjónusta fyrirtækis þarfnast aukinnar aðgreiningar, sem er ástæða endurmörkunar í tilfelli fyrirtækisins sem fjallað er um í ritgerðinni. Markaðssetning á alþjóðavettvangi hefur það í för með sér að nauðsynlegt er fyrir erlenda viðskiptavini að skilja hvaða þjónusta það er sem boðið er uppá undir hverju og einu vörumerki.
Við vinnslu ritgerðarinnar var haft samband við tvö fyrirtæki sem sjálf höfðu farið í gegnum ferlið við endurmörkun, þ.e. fyrirtækin BIOEFFECT og SagaNatura. Markmiðið með þeim viðtölum var að fá reynslusögur úr íslensku fyrirtækjaumhverfi.
In this thesis the theories behind branding, brand equity and re-branding will be introduced and potential opportunities and risks to be avoided related to re-branding by a company offering two kinds of services then evaluated with reference to the theories. Brands are considered one of the most valuable assets of companies and therefore it is vital to nurture them. Brands need to be unique and distinctive. Changing the brand might be necessary, for example when companies enter global markets, when the brand has become obsolete and needs to be modernized or when entering other markets. When consumers lose sight of what the brand stands for, the brand has lost brand equity or the company has changed, the solution may lie in re-branding. Re-branding involves a change in the appearance of the brand where the name, appearance, brand image or a composition of these elements are changed. Re-branding may be necessary when a company‘s production and services require additional differentation, which is the reason for re-branding in the case of the company discussed in the thesis. International marketing implies that it is necessary for foreign customers to understand what services are offered under each and every brand. When writing the thesis, two companies which had already gone through the process of re-branding were contacted, i.e. BIOEFFECT and SagaNatura. The aim of these interviews was to collect experiences from the business environment in Iceland.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Karen-Osk-Birgisdottir-lokaritgerd.pdf | 679,41 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |