is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38919

Titill: 
 • Framsal aflamarks hjá fimm stærstu sjávarútvegsfyrirtækjunum og tengdum aðilum fiskveiðiárin 2012/2013 til 2019/2020
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Eftir að heildstætt aflamarkskerfi var tekið upp árið 1990 hefur fjárhagslegur ávinningur aukist í sjávarútvegi. Deilur hafa verið um hvernig skipta eigi þessum ávinningi af sameign þjóðarinnar. Minna hefur verið skrifað um framsal aflamarks (leigukvóta) og fyrirtækin sem stunda viðskipti með aflamark. Í þessari rannsókn er rýnt í hvernig farið er með nýtingarréttin að sameiginlegri auðlind þjóðarinnar. Rannsóknarspurningin er: Hvernig nota fimm stærstu sjávarútvegsfyrirtækin og tengdir aðilar nýtingaréttin sinn fiskveiðiárin 2012/2013 til 2019/2020? Til að svara þessu voru notuð töluleg gögn frá Fiskistofu og Hagstofu Íslands ásamt viðtölum við einstaklinga í sjávarútvegi. Niðurstöðurnar sýna að velta með aflamarksfærslur hefur verið um 200 til 300 þúsund þorskígildistonn á ári og uppreiknað söluvirði allra aflamarksfærslna (miðað við meðaltalsverð aflaverðmæta) hefur verið á bilinu 38 til 80 milljarðar. Hafa verður í huga að sama tonnið getur verið framselt oft innan fiskveiðiársins. Þegar færslur fimm stærstu fyrirtækjanna og tengdra aðila eru skoðuð eru mismunandi hvatar að baki. Sum leggja áherslu á sérhæfing í t.d. botnfiskvinnslu á þorski og skipta öðrum tegundum fyrir þorsk. Önnur leggja áherslu á djúpsjávarveiðar á grálúðu og karfa og leigja því frá sér þorsk. Fyrirtækin þurfa einnig að skipta á aflamarki eða kaupa það til sín vegna árstíðabundinna sveiflna á aflanum eða aflinn í ákveðnum tegundum sé meiri en aflamarkið sem fyrirtækin hafa til umráða. Yfir allt tímabilið var lokastaða viðskipta á aflamarki (keypt aflamark mínus framselt aflamark) hjá fimm stærstu fyrirtækjunum að meðaltali 200-300 þorskígildistonn sem er u.þ.b. 1 til 2% af aflamarksstöðu fyrirtækja í lok fiskveiðiársins.
  Lykilorð: Sjávarútvegur, fiskveiðistjórnun, aflamarkskerfi, sjávarútvegsfyrirtæki, framsal, aflamark.

 • Útdráttur er á ensku

  After the uniform system of ITQs was established in 1990 profitability has increased in the fishing industry. This has caused controversy about dividing the profit of this public asset. Less have been written in the literature about trading of the catch quota (lease quota) with in Icelandic fishing industry. The research focus of this thesis is therefore on how the major fishing companies utilize their issued fishing rights. The research question: How to the major five Icelandic fishing companies utilize their annual issued fishing rights from the fishing years 2012/2013 to 2019/2020? To answer this, data from Directorate of Fisheries and Statistics Iceland were collected and analysed, along with interviews with individuals in the seafood sector. Results shows that trade of catch quota are around 200 to 300 thousand cod equivalent tonnes per year and calculated sales value of the catch quota (based on average catch value) trade is about ISK 38 billions to ISK 80 billions. Keep in mind the same ton can be transferred many times. Five major fishing companies have different incentive when doing businesses with catch quotas. Some companies try to specialise processing of demersal fish like cod and the companies trade other species for cod. Other companies emphasis on deep-sea fishing on Greenland halibut and ocean perch and trade cod for these species. Companies also need to trade for catch quota due to seasonal fluctuation of the catch or that the catch in certain species is over the catch quota that the companies possess. Final standings of trade quota (difference between quota bought from the market or sold) for the major five fishing companies is on average 2 to 3 hundred cod equivalent tonnes per year in all species (around 6 hundred tonnes in cod) that is around 1 or 2 % of the final standing of the catch quota for the fishing year.
  Keywords: Fishing industry, fisheries management, ITQ, fishing companies, trade, catch quota.

Samþykkt: 
 • 14.6.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/38919


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaeintak, Theódór Óskar Þorvaldsson.pdf1.13 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna