is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/38920

Titill: 
 • Frysting makríls : kortlagning hitaferla við frystingu á makríl
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Frá því að makrílveiðar Íslendinga hófust hefur tækni og lausnum hvað varðar frystingu á uppsjávarfisk fleygt fram. Í upphafi fór nær allur makrílafli í bræðslu líkt og gengur og gerist með uppsjávarfisk. Fljótlega kom það þó í ljós að mun hærra verð væri hægt að fá fyrir makrílinn væri hann unninn til manneldis. Í kjölfarið varð bylting í þróun frystitækja fyrir uppsjávarfisk og kælitækni eins og hún þekktist þá breyttist til framtíðar.
  Í þessu rannsóknarverkefni er frystitími makríls í plötufrysti skoðaður með tilliti til þykktar umbúða. Verkefnið var unnið í samstarfi við Skagann 3X og notaður var tilraunaplötufrystir fyrirtækisins á Akranesi. Aðalmarkmið rannsóknarinnar er að kortleggja hvernig frystitími makríls breytist eftir þykkt kassa. Helstu niðurstöður rannsóknar sýndu greinilega að línulegt samband er á milli frystitíma og þykktar plastkassa. Það á við um tíma kælingar að frostmarki, frystingar og kælingar niður í geymsluhitastig. Einnig kom í ljós að hitastig fisks fyrir frystingu hefur gríðarleg áhrif á heildarfrystitímann, sér í lagi tíma kælingar að frostmarki. Niðurstöður rannsóknar voru í samræmi þær væntingar sem rannsakandi hafði búist við.

 • Útdráttur er á ensku

  Since the Icelandic fishing fleet started fishing the Atlantic mackerel (Scomber scombrus) commercially, technology and solutions for freezing pelagic fish have improved enormously. As was customary with pelagic fish, most of the catch was processed as fish meal and oil. It soon became apparent, however, that a much higher price could be obtained for the mackerel if it were it were processed for human consumption. As a result, there was a revolution in the development of freezing systems for pelagic fish and refrigeration technology as it was known changed for the better. As a result, there was a revolution in the development of freezer equipment for pelagic fish and refrigeration technology as it was known then changed for good. In this research project, the freezing time of mackerel in plate freezers is examined with regard to the thickness of the packaging. The project was carried out in collaboration with Skaginn 3X and the company's experimental plate freezer in Akranes was used for expermenting. The main objective of the study is to map how the freezing time of mackerel changes according to the thickness of the boxes. Results of the study clearly showed that there is a linear relationship between freezing time and the thickness of the plastic box. This applies to time of cooling to freezing, freezing and cooling down to storage temperature. During the research period it was also discovered that the temperature of the fish itself before freezing has a great effect on the total freezing time, especially the cooling time to freezing. The results of the study were in line with the expectations of the researcher.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 23.04.2026.
Samþykkt: 
 • 14.6.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/38920


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð - Frysting makríls.pdf1.92 MBLokaður til...23.04.2026HeildartextiPDF