is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38921

Titill: 
  • Umhverfisvottanir tengdar sjávarútvegi á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið þessa verkefnis er að kynna vottanir og sjálfbæra þróun í sjávarútvegi á Íslandi. Á Íslandi er sjávarútvegurinn grunnatvinnugrein þjóðarinnar og hefur frá upphafi verið mjög mikilvægur fyrir efnahaginn, en sérstaklega eftir að öld vélbáta gekk í garð snemma á síðustu öld. Sjávarútvegur er einn af undirstöðu atvinnuvegum þjóðarinnar og þannig eru miklir hagsmunir að afurðir greinarinnar á alþjóðamarkaði standist allar kröfur. Krafa um sjálfbæra þróun hefur vaxið og krafan um að núverandi kynslóðir skili sömu gæðum til komandi kynslóða. Þess vegna er vottun mikilvæg svo þær þjóðir sem versla við Ísland geti treyst á það að fiskurinn eigi uppruna í vottuðum sjálfbærum veiðum. MSC merktar sjávarafurðir staðfesta að fiskurinn sé úr vottuðum sjálfbærum veiðum sem er mikilvæg krafa á alþjóðlegum markaði. Fólk er í vaxandi mæli farið að hugsa vel um umhverfið sitt og hvað sé best fyrir jörðina. Neytandi dagsins gerir því auknar kröfur hvernig varan er unnin og veidd. Því eru því ríkir hagsmunir að Ísland geti sýnt fram á sjávarafurðir okkar séu úr sjálfbærum veiðum og að fiskistofnar umhverfis Ísland haldi þannig áfram að vera uppspretta hagsældar í landinu okkar. Með þessu sýnum við lífríki hafsins og umhverfinu okkar virðingu.
    ISF er það félag sem kaupir allar fiskveiðivottanir á Íslandi en vara þarf að fara á einum staði í birgjakeðjunni í gegnum ISF aðila til að hægt sé að selja vöruna sem MSC. Neytendur eru farnir að setja kröfur á að varan sem er keypt sé með umhverfismerkingar frekar en án þeirra. Staðlar innan MSC stuðla að heilbrigði sjávarvistkerfa heims með áherslu á umhverfislega sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð á notkun auðlinda.

  • Útdráttur er á ensku

    The goal of this project is to become acquainted with the certificates and sustainable development in the fisheries sector in Iceland. The fisheries sector is one of the nation's basic industries and has been very important to the Icelandic economy for decades and especially since motorboats and ships where first being used. With fish being Iceland´s main export product it is highly essential to ensure that all products in the fish industry meet all the highest international quality standards and criterias. Therefore certification is very important to ensure our trading nations can rely on a product of highest quality and from a sustainable fishery. MSC certification confirms the product is from a sustainable source that is an essential requirement on the international market. The world population is constantly paying more attention to the environment and aiming towards things, consumption and acts with the best impact for the planet. Today´s consumer makes stronger demands on how the product is being processed and how the fishery is managed. It is in high interest for Iceland to demonstrate a sustainable fishery and protect fish stocks around Iceland so it can continue to be a reliable source for the nation´s prosperity and a stable economy. By doing this, we show respect to the marine´s ecosystem as well as our environment.
    ISF is the association that keeps track of all certifications for the fishery industry in Iceland. At some point within the chain of supply, the product needs to go through an ISF party so it can be sold as MSC product. Consumers rather choose products with environmental markings rather than without it. MSC standards promote healthy marine ecosystems of the world emphasizing on environmental sustainability and a social responsibility in utilization of natural resources.

Samþykkt: 
  • 14.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38921


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Viktoría Valdís, Ritgerð LOKA-PDF.pdf6.34 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna