is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38925

Titill: 
  • Ljósáta í Eyjafirði : líffræði, frummat á stofnstærð og möguleg nýting
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Verkefnið fjallar almennt um tegundir ljósátu við strendur Íslands, með sérstaka áherslu á vistfræði ljósátu í Eyjafirði. Fjallað er um sjófræði og vistkerfi Eyjafjarðar sem byggir að miklu á áður óbirtum rannsóknum á ljósátu, nytjastofnum og mikilvægi ljósátu sem fæðu dýra í firðinum. Rætt er um mögulega nýtingu ljósátu í Eyjafirði og gerð grein fyrir nýrri tækni þar sem nýting ljósátu kemur við sögu. Víða um heim eru stundaðar veiðar á ljósátu en mest af henni er veitt í Suður-Íshafi, meirihluti af afurðum hennar er notað í fóður fyrir fiskeldi.
    Ljósáta er dýrasvif og afar mikilvæg fyrir lífríkið þar sem hún er fæða fyrir margar tegundir fiska, sjófugla og sjávarspendýra. Hún fer í miklar lóðréttar dægurgöngur og er þar af leiðandi nauðsynleg í líffræðilegu kolefnisdælunni.
    Eyjafjörður er meðal lengstu fjarða hér við land og sjórinn sem rennur í hann kemur frá Irmingerstraumi. Reglulegar mælingar á yfirborðshita sjávar við Hjalteyri eru gerðar hjá Hafrannsóknastofnun og er hiti sjávar almennt talinn hærri vestanmegin í firðinum. Frá árinu 1992 hefur farið fram Eyrall í firðinum, en í þessum leiðangri er stofnstærð fiska mæld.
    Ljósáta var mæld með bergmálsmælingum í Eyjafirði árið 2019. Talið er að mikið hafi verið um ljósátu frá mynni fjarðarins að Hörgárósum. Áætlað er að þéttleiki hennar í firðinum sé svipaður og áður hefur verið mældur í Ísafjarðardjúpi. Meginniðurstaða verkefnis er að lífmassi ljósátu í Eyjafirði sé umtalsverður og mögulega sé grundvöllur til að nýta ljósátu til verðmætasköpunar án þess að skaða lífríki eða vistfræði fjarðarins.
    Lykilorð: Ljósáta, nytjastofnar, líffræði, vistkerfi, stofnstærð, nýting

  • Útdráttur er á ensku

    The project generally deals with species of krill off the coast of Iceland with special emphasis on the ecology of krill in Eyjafjörður. The oceanology and ecosystem of Eyjafjörður are discussed, which are largely based on previously unpublished research on krill, commerical stocks and importance of krill as food for animals in the fjord. The possible utilisation of krill in Eyjafjörður is discussed and a new technology is described where the utilisation of krill is involved. Krill fishing is practiced in many parts of the world, but most of it is caught in the Southern Arctic Ocean, the majority of its products are used as feed for aquaculture.
    Krill is a zooplankton and is very important for the ecosystem as it is food for many species of fish, seabirds and marine mammals. It performs diurnal vertical migration and is therefore necessary in the biological carbon pump.
    Eyjafjörður is one of the longest fjords inland and the sea that flows into it comes from Irmingercurrent. Regular measurements of the surface temperature of the sea at Hjalteyri are made by Hafrannsóknastofnun and the sea temperature is generally considered higher on the west side of the fjord.
    Krill was measured by echo sounding in Eyjafjörður in 2019. It is believed that there was a lot of krill from the mouth of the fjord to the estuary of Hörgá. It is estimated that the density of krill in the fjord is similar to what has previously been measured in Ísafjarðardjúp. The main conclusion of the project is that the biomass of krill in Eyjafjörður is significant and possibly a basis for using krill for value creation without harming the ecosystem of the fjord.
    Keywords: Krill, commercial species, biology, ecosystem, stock biomass, utilisation

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 22.04.2025.
Samþykkt: 
  • 14.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38925


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni_Salína.pdf6.54 MBLokaður til...22.04.2025HeildartextiPDF