is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/38932

Titill: 
  • Rekstrargrundvöllur einkarekinna fjölmiðla : rannsókn á ársreikningum fjölmiðlafyrirtækja
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið þessa verkefnis var að skoða rekstrargrundvöll einkarekinna fjölmiðlafyrirtækja á Íslandi. Mikil umræða hefur skapast á síðustu árum um rekstrarvanda fjölmiðlafyrirtækja, einkum í tengslum við tilraunir menntamálaráðherra til að koma á styrkjakerfi í anda hinna Norðurlandanna. Rannsökuð var rekstrarstaða tólf fjölmiðlafyrirtæka út frá ársreikningum , þar af ellefu fyrirtækja sem hlutu sérstakan rekstrarstyrk frá stjórnvöldum sem viðbrögð við heimsfaraldri. Einu fyrirtæki sem ekki fékk styrk var bætt við til að fá samanburð og umræðu. Niðurstöðurnar eru að tekjur fjölmiðlafyrirtækjanna hafa dregist saman og að mikil tekjuskipting og ójafnvægi er á fjölmiðlamarkaði á Íslandi. Staða fjölmiðlafyrirtækjanna er ærið mismunandi, sumum gengur vel, öðrum ekki að því er virðist óháð stærð fyrirtækjanna. Markaðurinn er samt sem áður stigskiptur, tekjumöguleikar stærri aðilanna er mun meiri, starfsemi þeirra er fjölbreyttari, bæði þegar kemur að efni og markaði. En tekjur eru ekki alltaf ávísun á arð. Stjórnun fyrirtækja, framtíðarsýn og eignarhald skiptir máli. Kaup fjölmiðlafyrirtækja á öðrum fyrirtækjum hefur ekki skilað sér í meiri arðsemi. Þátttaka eigenda og/eða ritstjóra í þjóðfélagsumræðu ásamt langvarandi taprekstri sumra fjölmiðlafyrirtækja bendir til að fleiri þættir en fjárhagsleg arðsemi sé markmið með rekstri þeirra. Þá er skipting rekstrarstyrkja til fjölmiðla eins og þeim var úthlutað á árinu 2020, og eins og stefnt er að úthluta þeim á árinu 2021 samkvæmt fyrirliggjandi frumvarpi, tæplega til þess fallin að jafna leikinn eða til að ýta undir aukna fjölbreytni og fjölræði á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Takmarkanir þessarar rannsóknar eru einkum aðgangur að gögnum og almennur upplýsingaskortur sem liggur mati á stöðunni fyrir þrifum. Nauðsynlegt er að geta rannsakað lengra tímabil, hegðun neytenda, útbreiðslu miðla og frekari sundurliðun tekna og markaðsstöðu eftir eðli fyrirtækjanna og miðlum. Þá er mikilvægt að bera stöðu fjölmiðlafyrirtækja á Íslandi saman við aðrar atvinnugreinar til að unnt sé að glöggva sig á því hver staðan og þróunin er.

  • Útdráttur er á ensku

    This paper examines the operational environment for Icelandic privat media companies. Much attention has been on the financial difficulties of media companies in Iceland, including in the context of attempts by the Minister of Education to establish a framework for public subsidies in the spirit of the Scandinavian framework. This paper analyses the financial statements of 12 media companies in 2014-2019/2020, of which two companies are publicly traded. During this period, the companies experienced declining income. In each market segment, three companies were found to account for 65-97 percent of the segment´s total income. Profitability and financial strength vary widely, independent of company size and market share. Mergers and acquisitions do not appear to result in improved profitability. Some media companies’ persistent loss making, together with their owners and editors’ active participation in political debate, indicates that the owners’ return on investment comes from sources other than financial gains. Media companies backed by financially strong investors, which are not concerned about profitability, cause distortions in competition, and may crowd out independent companies. The current framework for public subsidies does not contribute to creating a level playing field.

Samþykkt: 
  • 14.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38932


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Rekstrargrundvöllur einkarekinna fjölmiðla GHK.pdf2.11 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna