Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/38936
Tilgangur þessarar rannsóknar er að fara yfir sögu siðareglna Blaðamannafélags Íslands og ákvarða hvort þær gagnist fyrir þá sem eiga að fara eftir þeim. Farið verður yfir sögu þeirra; fyrri tilraunir til breytinga og af hverju þær tilraunir tókust ekki. Alþjóðlegar siðareglur verða skoðaðar, til dæmis frá Society of Professional Journalists og Ethical Journalism Network. Siðareglur Ríkisútvarpsins, sem starfsmenn stofnunarinnar þurfa að fylgja, verða skoðaðar í þessu samhengi og eru þær ítarlegri en siðareglur Blaðamannafélagsins.
Farið er yfir starfstengda fagmennsku (e. occupational professionalism) og stofnanatengda fagmennsku (e. organisational professionalism). Starfstengd fagmennska lýsir þeim faglegu væntingum og viðmiðum sem fagfólk setur sér sjálft. Starfstengd fagmennska er einnig það traust sem ætti að ríkja innan fagstétta og á milli fagfólks. Stofnanatengd fagmennska er sú fagmennska sem búist er við af fagfólki, til dæmis frá yfirmönnum og stjórnendum fjölmiðlafyrirtækja. Þá tengist ábyrgð og reglufylgni stofnanatengdri fagmennsku.
Niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að siðareglur Blaðamannafélags Íslands séu vissulega gagnlegar en aðeins ef félagsmenn eru sammála um gildi þeirra. Reglurnar eru einfaldar og skýrar og þannig er ólíklegt að blaða- og fréttamenn misskilji þær. Ef þeir sem starfa í blaða- og fréttamennsku hér á landi starfa eftir eigin sannfæringu og fagmennsku starfs síns eiga núverandi reglur Blaðamannafélagsins að vera fullnægjandi.
The purpose of this research paper is to review the history of the Icelandic Journalists’ association’s code of ethics and determine whether it is useful for those who are expected to use it. Their history will be looked into; previous attempts at changing them and why those attempts failed. International codes of ethics will also be looked into, for example from the Society of Professional Journalists and Ethical Journalism Network. Iceland’s national broadcasting service has a code of ethics that will also be reviewed in context with the others. They are more detailed than the code of ethics of the Icelandic Journalists’ association and are the ones that employees of the national broadcasting service must follow.
Occupational and organizational professionalism will also be covered. The difference is that the former is the professional practices that professionals set for themselves. Occupational professionalism is also linked to the trust that should be within professional groups. The latter is the professionalism expected of professionals from their superiors. It is also linked to the responsibility and compliance expected within organizational professionalism.
The main results are that the code of ethics of the Icelandic Journalists association is in fact useful and detailed enough, but only if members of the association agree on their value. The rules are simple and clear, so it is unlikely that journalists will misunderstand them. If those who work in journalism in Iceland work according to their own convictions, the current rules of the Icelandic Journalists Association will suffice as they are.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
BA loka - Bryndís Lilja Gísladóttir.pdf | 545.43 kB | Open | Complete Text | View/Open |