is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38938

Titill: 
 • „Það læra börnin sem fyrir þeim er haft“ : áhrif erlendra miðla á íslensk börn
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Þessi ritgerð er til BA-prófs í fjölmiðlafræði við hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri. Umfjöllunarefni hennar er hvaða áhrif barnaefni á ensku hafi á íslensk börn og málþroska þeirra. Enska er fyrirferðarmikil í umhverfi Íslendinga og þá sérstaklega í daglegu lífi barna og unglinga. Í þessu samhengi er oft talað um Youtube áhorf barna á leikskólaaldri og smit ensku yfir í málnotkun þeirra. Efni á ensku hefur aldrei verið aðgengilegra en nú með komu snjalltækja og streymisveitna og því er vert að skoða hvort tengsl séu á milli þess og málnotkunar barna. Farið er yfir máltökuferlið, stofnun Ríkisútvarpsins (RÚV), erlend áhrif, fjölmiðlalögin og aðgengi barnaefnis á íslensku. Tekið var viðtal við Sigyn Blöndal, verkefnastjóra barna- og ungmennaþjónustu RÚV um stefnu KrakkaRÚV hvað varðar framleiðslu efnis á íslensku fyrir börn. Einnig var rætt við tvær mæður barna á leikskólaaldri sem gefa innsýn í viðhorf foreldra til máltöku íslenskra barna og miðlanotkunar.
  Niðurstöður ritgerðarinnar leiða í ljós að enskt efni, hvort sem það er sjónvarpsefni eða snjalltækjanotkun, hefur áhrif á málnotkun íslenskra barna og unglinga. Því meira sem börn og unglingar neyta af afþreyingarefni á ensku því líklegra er að þau tali á ensku við vini sína og noti ensk tökuorð. Ekki er ljóst hver langtímaáhrif af notkun á efni á ensku verða á íslensk börn því á margan hátt virðist íslenska tungumálið standa nokkuð sterkt þrátt fyrir þetta áreiti. Íslensk stjórnvöld leggja sitt af mörkum með lagasetningum til að viðhalda tungumálinu og vernda börn gegn áreiti af erlendum tungumálum. Einnig reyna sjónvarpsstöðvarnar RÚV og Stöð 2 að styðja við íslenska tungu, meðal annars með talsetningu og framleiðslu efnis sem ætlað er börnum.

 • Útdráttur er á ensku

  This paper is submitted as a part of the Baccalaureus Atrium – degree in Media Studies at the University of Akureyri. The subject of the paper is to determine the effects of children's television content in English on Icelandic children and their language development. Icelanders are exposed to the English language every day, particularly children and teenagers. Youtube is often mentioned in regards to this subject because children have started to understand and speak English from a young age after regular usage. Media content in English has never been as accessible due to technological advances and streaming services and therefore it is worth to look into the connection with Icelandic children's language development and exposure to content in English. To answer the question about the effects of English media on children the language acquisition process is examined. Also the history of the establishment of the Icelandic national broadcasting service, RÚV, foreign effect on Icelandic, media legislations, and the access to screen entertainment for children in Icelandic. An interview with Sigyn Blöndal, project manager of the children and youth department at RÚV about the station's policy regarding the production of material in Icelandic for children. Interviews were conducted with two mothers of children in kindergarten to get an insight into the perspective of parents regarding the language development of Icelandic kids and their media usage.
  The conclusion is that material in English both television content and smart devices have effects on children's language development and usage. The more that children and teenagers consume of English entertainment the more likely they are to speak to their friends and use English catchwords. It isn‘t clear what the long-term effects of entertainment in English have on Icelandic children but despite the effect of English, the status of the Icelandic language doesn‘t show signs of decay. The Icelandic government uses legislation in attempts to preserve the language and the TV stations RÚV and Stöð 2 produce and dub content to support its status.

Samþykkt: 
 • 14.6.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/38938


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
IngaHildurJóhannsd._B.A.ritgerð_2021.pdf362.84 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna