is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/38944

Titill: 
  • Eins og villta vestrið : staða hlaðvarpa á íslenskum fjölmiðlamarkaði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er lögð fram til B.A.-prófs í fjölmiðlafræði á hug- og félagsvísindasviði við Háskólann á Akureyri. Tilgangurinn með henni er að gera tilraun til að ná utan um skilgreiningu hugtaksins fjölmiðill og máta hlaðvörp inn í íslenskan fjölmiðlamarkað. Hlaðvarp er þýðing á enska orðinu podcast og má segja að þó að hlaðvörpum svipi mjög til útvarpsþátta sé um að ræða nýja tegund miðlunar. Hlaðvarpsþáttum er dreift á netinu og hægt er að hlaða þeim niður. Þannig eykst frelsi hlustandans, dagskráin þarf ekki að vera línuleg heldur er hægt að hlaða niður og hlusta nánast á hvaða efni sem er, hvar og hvenær sem er. Möguleikarnir eru nánast ótakmarkaðir og hver og einn getur stýrt sinni fjölmiðlaneyslu eftir hentisemi. Hlaðvörp njóta sífellt vaxandi vinsælda og markaðshlutdeild þeirra á fjölmiðlamarkaði hefur á undanförnum árum aukist í takt við það. Þessi tiltölulega nýi miðill er því kominn í beina samkeppni við aðra rótgrónari fjölmiðla um hlustendur og auglýsingatekjur bæði á erlendum markaði og hér heima.
    Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð og tekin viðtöl við einstaklinga með sérfræðiþekkingu á íslenskum fjölmiðlum. Rannsóknin leiddi í ljós að markaðurinn virðist ekki hafa náð áttum eftir innreið hlaðvarpsins þar sem þróunin hefur verið afar hröð á skömmum tíma. Hlaðvörp rúmast innan fjölmiðlalaga í núverandi mynd en þó er ákveðið skilgreiningaratriði hvenær hlaðvarp sé fjölmiðill og hvenær ekki. Mikilvægt er að ná utan um þessa þróun og koma böndum á miðilinn til að allir fjölmiðlar sitji við sama borð hvað varðar tekjur, ábyrgð og siðferðisreglur.
    Lykilhugtök: Fjölmiðlar, hlaðvörp, fjölmiðlanefnd, útvarp.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis is submitted as a part of Bachelor of Arts degree in Media Studies at University of Akureyri. The main purpose is to try to cover the definition of media and locate podcasts within the Icelandic media market. Podcasts are a relatively new medium that can be downloaded and listened to everywhere. Therefore the possibilities are almost limitless and the listener can control their media consumption according to their own convenience. The rising popularity in podcasting is expected to continue and their market share in the media market has increased in recent years. This relatively new medium is therefore in direct competition with other more established media for listeners and advertising revenues, both in foreign markets and in Iceland.
    A qualitative research method was used and interviews were conducted with individuals with expertise in the Icelandic media. The study revealed that the media market has not yet located podcasts, as the development has been very rapid in a short time. Podcasts fit within the media law in its current form but the lines are blurred. It’s important to keep track of these developments so that different kinds of media are on the same page in terms of the law, revenue, responsibility and ethics.
    Keywords: Media, podcasts, media commission, radio.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til 01.05.2031.
Samþykkt: 
  • 14.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38944


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
thorhildur.thorkelsdottir.pdf295,27 kBLokaður til...01.05.2031HeildartextiPDF
Efnisyfirlit.pdf58,66 kBLokaður til...01.05.2031EfnisyfirlitPDF
Heimildaskra.pdf210,95 kBLokaður til...01.05.2031HeimildaskráPDF