is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38949

Titill: 
  • "Óvissan er keimlík ofbeldinu" : upplifun brotaþola sem kæra kynferðisbrot af störfum lögreglu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ekki hafa margar rannsóknir verið framkvæmdar af upplifun brotaþola kynferðisofbeldis á verkferlum lögreglu á Íslandi. Kynferðisofbeldi eru erfið og viðkvæm mál og er brotaþoli að taka stórt skref að kæra brot til lögreglu og greina frá því í smáatriðum. Meginmarkmið rannsóknarinnar var að kanna hvernig brotaþolar kynferðisofbeldis upplifa verkferla lögreglu. Í rannsókninni var notast við eigindlegar rannsóknaraðferðir. Tekin voru viðtöl við fjóra brotaþola, þrjá rannsóknarlögreglumenn frá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og verkefnastýru hjá Stígamótum. Spurningar voru fyrirfram ákveðnir ásamt opnum spurningum. Viðtalsrammi fyrir lögreglu var byggður upp á svörum brotaþola og viðtalsrammi fyrir Stígamót var byggður á bæði svörum brotaþola og lögreglu. Í þessari ritgerð er rætt almennt um kynferðisofbeldi, úrræði fyrir brotaþola kynferðisbrota, sálræn áföll og afleiðingar þess, sjálfræði í ákvarðanartöku lögreglu, staðalímynd að hinu fullkomnu fórnarlambi og brot á réttlátri málsmeðferð. Í niðurstöðum er farið yfir brotalamir og gagnrýni á verkferlum, jákvæða reynslu af störfum lögreglu og óvissu sem brotaþolar upplifðu í kæruferlinu. Allir brotaþolar upplifðu skýrslutöku hjá lögreglu góða og var almennt góð upplifun af öllum beinum samskiptum við lögreglu. Áhyggjuefni er að verkferlar lögreglu í kynferðisbrotamálum hafa ekki verið uppfærðir síðan árið 2007. Einnig er áhyggjuefni hversu undirmönnuð rannsóknardeild kynferðisbrota er miðað við fjölda tilkynntra mála á ári hverju og að framvinda mála tekur langan tíma sem hægt er að rekja til lítils fjármagns sem berst til þessarar deildar. Aðalgagnrýni á störf lögreglu var mikil óvissa um stöðu mála og langur málsmeðferðartími.

  • Útdráttur er á ensku

    There has not been a lot of research done on how survivors of sexual violence feel about police protocol in sex crime cases in Iceland. Sexual violence is a difficult and sensitive subject and survivors are taking a big step when reporting it and describing the crime in detail. The main goal of this research was to find out how survivors felt about the police protocol. This research uses qualitative research methods. Researchers interviewed four survivors of sexual violence, three detectives from the sex crime unit in Reykjavík and one project manager from Stígamót. Questionnaires were formed but the focus was on getting an open narrative from the survivors. The questionnaire for police was formed around the interviews from survivors and the questionnaire for the project manager from Stígamót was formed from both the interviews from survivors and police. This essay covers general information about sexual violence, resources for survivors, psychological trauma and the consequences, discretion in police decision making, the stereotypes of the perfect victim and violation of the right to a fair trial. The results of the research cover the positive aspects of police work in sexual violence cases, critiques of police work and the uncertainty survivors experienced. All of the survivors interviewed said that interviews with the police were professional and well done, all direct communication with the police was said to be positive. Research found that police protocol had not been renewed or reexamined since 2007 which is concerning, lack of funding to the sex crimes unit along with a low number of police overseeing a large number of cases is also concerning. The main critique of police work was the uncertainty following the report and procedure time being too long.

Samþykkt: 
  • 14.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38949


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ovissanerkeimlikofbeldinu- b.a. ritgerð.pdf529.25 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna