is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38952

Titill: 
 • Kynferðisleg áreitni og brotthvarf kvenna úr lögreglunni : bera jafnréttisaðgerðir lögreglunnar merki um vilja til að fjölga konum?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Lögreglustarfið er það sem kallað hefur verið karlastarf. Það sést á því að mikill meirihluti lögreglumanna eru karlmenn og hlutfall kvenna lækkar enn eftir hækkandi starfsstigi. Það er talið brýnt að jafna kynjahallann í stéttinni og greiða fyrir framgangi kvenna. Rannsóknir sem gerðar hafa verið á rýrum hlut kvenna í lögreglunni hafa sýnt að brotthvarf þeirra er mikið og að einn af þeim þáttum sem spili þar inn í sé karllæg vinnustaðarmenning. Hún er sögð einkennanst meðal annars af íhaldssemi, áherslu á líkamlegan styrk, þröngt skilgreindum hugmydum um karlmennsku og kvenleik sem og viðtekinni kynferðislegri og kynbundinni áreitni.
  Viðfangsefni þessarar ritgerðar er kynferðisleg og kynbundin áreitni innan lögreglunnar og þær aðgerðir sem gripið hefur verið til innan stofunarinnar til að bregðast við og draga úr henni. Fjallað er um kynferðislega og kynbundna áreitni og þann margbreytileika sem er í einkennum og áhrifum áreitninnar og hvernig tekið er á háttseminni í íslenskri löggjöf. Notast er við kenningar sem líta á kynferðislega áreitni sem valdatæki til að skýra virkni áreitni innan lögreglunnar og greina og meta þær aðgerðir sem settar eru fram í jafnréttis- og jafnréttisáætlun lögreglunnar 2019-2022 og snúa að upprætingu kynferðislegrar og kynbundinnar áreitni og ofbeldi.
  Þrátt fyrir að markmiðið og aðgerðinar sem settar eru fram séu skýrar og markvissar sýna niðurstöðurnar að lítið hefur verið aðhafst til að fylgja eftir þeim aðgerðum sem snúa að kynferðislegri og kynbundinni áreitni. Ekkert hinna níu svæðisbundnu embætta hefur komið öllum aðgerðunum í framkvæmd og raunin er sú að flest embætti hafa lítið sem ekkert aðhafst til þess. Út frá niðurstöðunum mál álykta að ekki muni takast að draga úr bortthvarfi kvenna úr lögreglunni í bráð.

 • Útdráttur er á ensku

  The position of a police officer has traditionally been a male-dominated profession. The majority of police officers are men, and this only becomes more disproportionate with increased seniority. It’s essential to progress womens’ careers within the police to repair this gender imbalance. Studies have shown that one of the contributing factors towards women leaving the profession is machist work culture. It is a culture characterized by conservative ideas about gender roles and high sexual and gender-based harassment levels.
  This dissertation covers sexual and gender-based harassment within the police and what has been done to counter this. It will discuss the different types of such harassment, its various symptoms and consequences, and how the Icelandic judicial system treats such behaviour. The dissertation uses theories that consider gender-based harassment as an expression of power to explain the frequency of such harassment within the police. It assesses the actions put forward in the 2019-2022 National Police Gender Equality Policy (Ice. Jafnréttis- og framkvæmdaáætlun lögreglunnar), which aims at eliminating sexual and gender-based harassment and violence.

Samþykkt: 
 • 14.6.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/38952


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-lokaskil.pdf439.18 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna