is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/38953

Titill: 
  • Samskipti lögreglu við fólk með geðraskanir : hvernig má bæta þjálfun lögreglumanna í samskiptum við fólk með geðraskanir?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lokaverkefni til BA gráðu í lögreglu- og löggæslufræðum við Háskólann á Akureyri. Leitað verður svara við þremur megin spurningum sem allar tengjast samskiptum lögreglu við fólk með geðraskanir á einhvern hátt, sem eru: 1) Hvert er umfang og eðli samskipta lögreglu við fólk með geðraskanir? 2) Hvaða viðhorf hefur fólk með geðraskanir og lögregla hvort til annars og hvernig tengist það samskiptum þeirra á milli 3) Hver er núverandi þjálfun lögreglu í að fást við fólk með geðraskanir og eru tækifæri til að bæta þá þjálfun?. Nú á dögum eru störf lögreglunnar orðin erfiðari og mun flóknari en þau voru áður og hefur lögreglan í auknum mæli þurft að sinna verkefnum tengdum fólki með geðraskanir. Markmiðið með þessari ritgerð er að bæta samskipti lögreglu við fólk með geðraskanir og kanna hvort möguleikar séu hérlendis til að bæta þjálfun lögreglu. Skoðuð verður erlend aðferð, sem notuð er við þjálfun, og hugmyndir að útfærslu á slíkri þjálfun fyrir nám hérlendis settar fram. Niðurstöður sem liggja fyrir eru þær að erfitt er að meta umfang og eðli samskipta lögreglu við fólk með geðraskanir þar sem takmarkað er til af gögnum sem það varða. Þau viðhorf sem lögregla og fólk með geðraskanir hafa hvort gagnvart öðru hefur mikil áhrif á gæði samskipta þeirra og góð þjálfun lögreglumanna er grundvöllur fyrir góðum samskiptum þeirra á milli. Lítil áhersla hefur verið lögð á samskipti við fólk með geðraskanir í námskrá lögreglunámsins og eru því þó nokkrir möguleikar til að bæta úr því.
    Lykilhugtök: Lögregla, geðheilbrigði, geðraskanir, þjálfun, CIT (crisis intervention teams)

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis is a final project for BA degree in police science from the University of Akureyri. Efforts will be made to answer three main questions that are all related to the police’s communication with people with mental disorders in some way. These questions are: 1) What is the extent and nature of police communication with people with mental disorders? 2) How do people with mental disorders and the police view each other and how does it relate to the relationship between them? 3) What is the current training of the police in dealing with people with mental disorders and are there opportunities to improve that training? Today, the work of the police has become more difficult and much more complex than it was before, and the police have increasingly had to carry out tasks related to people with mental disorders. The aim of
    this thesis is to improve police communications with people who have mental disorders and determine whether there are possibilities in Iceland to increase police training. A North American method used in training will be examined and ideas for implementation of such training for studies in Iceland will be presented. The results already obtained are that it is difficult to assess the extent and nature of police communication with people with mental disorders as there is limited data available regarding it; the attitude that police officers and people with mental disorder have towards each other have a great influence on the quality of their communication and good police training is the basis for good communication between them. Little emphasis has been laid on communication with people with mental disorders in the curriculum of the police training, and therefore there are some opportunities to improve this training.
    Key words: Police, mental health, mental disorders, training, CIT (crisis intervention teams)

Samþykkt: 
  • 14.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38953


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Samskipti lögreglu við fólk með geðraskanir.pdf452.97 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna