is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38954

Titill: 
  • Þróun fíkniefnasölu á samfélagsmiðlum : rannsóknir lögreglu á nýjum brotavettvang
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Með tilkomu internetsins hefur heimurinn, eins og við þekkjum hann, tekið töluverðum breytingum. Í dag eru svo gott sem allir með nettengda snjallsíma sem gerir okkur kleift að vera í stanslausu sambandi við fólkið í lífinu okkar og þá sérstaklega eftir að samfélagsmiðlar litu dagsins ljós. Eins mikið og internetið og samfélagsmiðlar hafa létt okkur lífið og lundina þá hafa þessar leiðir einnig veitt ný og fleiri tækifæri fyrir einstaklinga til að brjóta af sér. Netbrot tengjast iðulega öðrum brotum og má þar til að mynda nefna fíkniefnabrot. Fíkniefnabrot og fíkniefnaneysla hafa verið litin mjög alvarlegum augum af íslensku samfélagi og ekki hefur dregið úr þessumeð tilkomu internetsins og samfélagsmiðla. Á Íslandi er virkur fíkniefnamarkaður á samfélagsmiðlum en mismunandi er hvaða samfélagsmiðla einstaklingar virðast nota til að kaupa og selja fíkniefni. Í þessari ritgerð verður fjallað um þróun fíkniefnasölu, hvernig hún hefur fært sig af hinum almenna götumarkaði og yfir á internetið og seinna meir, á samfélagsmiðlana. Verður þróun fíkniefnamarkaðarins rakin frá því að sala fíkniefna á internetinu hófst með vefsíðunni Silk Road og til dagsins í dag. Takmarkað er af heimildum um þetta rannsóknarefni, og má ætla að það sé vegna þess hve nýtt viðfangsefni þetta er, en í ritgerðinni verður stuðst við rannsóknir sem hafa verið gerðar og aðrar ritrýndar heimildir. Auk þess munu höfundar styðjast við sína eigin gagnaöflun en tekin voru viðtöl við fjóra lögreglumenn í þágu ritgerðarinnar. Tilgangurinn með því var að fá innsýn inn í það hvernig fíkniefnamarkaðurinn á Íslandi er í dag og hvernig lögregla fer að því að takast á við þennan nýja og, mjög svo krefjandi, brotavettvang.

  • Útdráttur er á ensku

    With the advent of the Internet, the world as we know it has undergone a considerable change. Today, almost everyone has an internet-connected smartphone that allows us to stay in touch with the people in our lives, and social media has made this much easier for us after they saw the light of day. As much as the internet and social media have made our lives easier, these ways have also provided new and more opportunities for individuals to commit crimes. Cybercrimes are often linked to other crimes, such as drug offenses. Drug offenses and drug use have been taken very seriously by the Icelandic society and these issues have not diminished with the advent of the internet and social media. In Iceland, there is an active drug market on social media, but what social media seems to be used to buy and sell drugs is different among individuals. This essay will discuss the development of the drug market, how it has moved from the general street market to the internet and later, social media. The development of the drug market will be traced from the time when the sale of drugs on the internet began with the website Silk Road until today. Although there is a limited amount of sources on this research topic, assumably because it is a rather new subject, this essay will be based on research that has been done and other peer-reviewed sources. In addition, the authors will use their own data collection, but four police officers were interviewed for the purpose of the essay. The purpose was to gain insight into how the drug market in Iceland is today and how the police are dealing with this new and, very challenging, crime scene.

Samþykkt: 
  • 14.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38954


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þróun fíkniefnasölu á samfélagsmiðlum. .pdf714.53 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna