Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/38955
Skjaldarmerki hafa lengi verið notuð til að miðla upplýsingum um þá hópa eða ættir sem fylkja sér að baki þeirra. Hvað gerist ef verkfæri úr skjaldarmerkjafræði eru yfirfærð á aðra hönnun? Grunnflötur skjaldarmerkja samanstendur af táknrænum litum og formum sem raðað er niður eftir ákveðnum reglum. Hönnun nýju skjaldanna sækir einnig innblástur í takt, hljóðfæri, vinnuferli og hugmyndafræði hverrar tónlistarstefnu fyrir sig. Þegar þróun tónlistarstefna er rakin sést að margar þeirra tengjast sterkum böndum og eru náskyldar. Skyldleika þessum er miðlað sjónrænt í hverjum skildi.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Með_lögum_skal_land_byggja_Alexander_hönnunargreining_2021.pdf | 44,19 MB | Open | Report | View/Open |