Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/38956
Plötukápur og prentefni sem fylgir hljómplötuútgáfu er mikilvægt sjónrænt efni sem spilar stórt hlutverk í þeirri ímyndarsköpun sem býr í greininni og gefur ákveð inn þverskurð af grafískri hönnun á Íslandi. Kveikjan að ritgerðinni var áhugi höfundar á viðfangsefninu og vilji til að gera það aðgengilegra. Í henni eru sjónrænir þræðir úr ólíkum áttum rannsakaðir með hjálp táknfræðilegrar greiningar úrtaks plötukápa frá þessum tíma. Henni er ætlað að gefa sem áhugaverðasta mynd af tímabilinu. Í úrtakinu ákvað höfundur að reynna að fjarlægjast persónulegar skoðanir í vali, að komast hjá klisjum svo sem þekktra plötukápa eða þeirra sem hafa verið greindar áður og að hafa uppi á fjölbreyttu efni sem gæfi yfirsýn.
Til að setja samfélagslegan tón fyrir samhengi ritgerðarinnar er tilurð íslenskrar hljómplötuútáfu rakin en hún hófst af alvöru í lok 5. áratugarins. Stiklað er á stóru um lykilútgáfur og drifkrafta með sérstakri áherslu á sögu grafískrar hönnunar. Íslensk plötuútgáfa og sala tók mikinn kipp 1975–7 og telst merkilegt að Hljóð riti (þekkt sem Hot-Ice erlendis) fyrsta almennilega, fjölrása hljóð verið hóf starfsemi 1975. Fimm árum síð ar kom til sögunnar Alfa sem fyrsta hljóm plötupressan á landinu. Sjónum er sérstaklega beint að þessum árum sem þegar vöxtur plötuútgáfu var mikill. Niðurstöðu sýna áhugaverða sneiðmynd af tímabili í íslenskri hönnunarsögu sem marka má sem umbrotaár sem halda áfram að gefa enn þann dag í dag.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaritgerd_Haust2020_Alexander.pdf | 24,04 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |