is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38960

Titill: 
 • ,,Það er hægt að nota hunda í allt, nema kannski að skrifa skýrslur – það gæti verið erfitt“ : eru fíkniefnaleitarhundar á Íslandi áreiðanlegir?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Fíkniefnaleitarhundar hafa verið notaðir við löggæslu hér á landi síðan árið 1971. Sem starfandi lögreglumenn höfum við rekið okkur á að notkun fíkniefnaleitarhunda virðist vera nokkuð lítil auk þess sem fá gögn eru til um notkun þeirra. Við töldum mikilvægt að rannsaka hvort lítil notkun fíkniefnaleitarhunda á Íslandi tengdist áreiðanleika þeirra. Lögðum við því fram rannsóknarspurninguna: Eru fíkniefnaleitarhundar á Íslandi áreiðanlegir?
  Þá langaði okkur einnig að rannsaka nánar þætti sem gætu tengst áreiðanleika fíkniefnaleitarhunda og settum við því fram eftirfarandi undirspurningar: Hvaða þættir hafa áhrif á áreiðanleika fíkniefnaleitarhunda, hvernig er áreiðanleiki fíkniefnaleitarhunda mældur, hvort einhverjar hundategundir eru áreiðanlegri en aðrar og ef fíkniefnaleitarhundar eru áreiðanlegir, hvers vegna eru þeir þá ekki notaðir meira?.
  Til þess að svara rannsóknarspurningunni og undirspurningunum var notast við eigindlega rannsóknaraðferð. Tekin voru hálfstöðluð (e. semi-structured) viðtöl við sjö umsjónarmenn fíkniefnaleitarhunda.
  Margt getur haft áhrif á áreiðanleika fíkniefnaleitarhunda. Rannsóknin leiddi í ljós að umsjónarmaður fíkniefnaleitarhunds leikur stórt hlutverk í áreiðanleika hans og getur umsjónarmaðurinn í mörgum tilvikum komið í veg fyrir þætti sem draga úr áreiðanleika fíkniefnaleitarhundsins. Áreiðanleiki fíkniefnaleitarhunda er prófaður einu sinni á ári þar sem þeir þurfa að standast starfsleyfisúttekt. Engin hundategund er áreiðanlegri en önnur þó sumar tegundir henti betur til fíkniefnaleitar. Stjórnendavandamál og fjárskortur virðist vera helsta ástæðan fyrir lítilli notkun fíkniefnaleitarhunda hér á landi.
  Niðurstöður rannsóknarinnar voru í samræmi við niðurstöður erlendra rannsókna um áreiðanleika fíkniefnaleitarhunda. Rannsóknin leiddi í ljós að fíkniefnaleitarhundar eru áreiðanlegasta úrræðið sem völ er á til fíkniefnaleitar. Þrátt fyrir að þeir séu áreiðanlegasta úrræðið er vert að benda á að hundarnir lifandi dýr eins og við mannfólkið og því óraunhæft að ætlast til að þeir séu 100% áreiðanlegir.

 • Útdráttur er á ensku

  Drug detection dogs have been used in Iceland since the year 1971. As working police officers, we have noticed that the usage of drug detection dogs is in bare minimum and there are no written data about their usage. We thought that it would be important to research whether the reliability of the drug detection dogs could be a factor in their lack of usage. We therefore submitted the research question: Are drug detection dogs in Iceland reliable?
  We also wanted to investigate further what factors impact the reliability of drug search dogs in Iceland and we therefore posed the following sub-questions: What factors impact the reliability of drug search dogs in Iceland, how is the reliability measured, is one dog breed more reliable than another and if drug detection dogs are reliable then why are they not used more?
  A qualitative research method was used to answer the research question and the sub-questions. Semi-structured interviews were conducted with seven dog handlers.
  Many things can affect the reliability of drug detection dogs. The study found that a drug detection dog handler plays a major role in its reliability and in many cases the dog handler can prevent factors that reduces the reliability of drug detection dogs. The reliability of drug search dogs is tested once a year as they must pass an operating license audit. No dog breed is more reliable than another, although some breeds are more suitable for drug detection. Management problems and financial shortages seem to be the main reason for the lack of usage of drug detection dogs in Iceland.
  The findings of the study were in line with the findings of foreign studies on the reliability of drug detection dogs. The study found that drug detection dogs are the most reliable tool that is available for drug searches. Although they are the most reliable tool, it is worth pointing out that as humans they are living animals and therefore unrealistic to expect them to be 100% reliable.

Samþykkt: 
 • 14.6.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/38960


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA Lokaverkefni.pdf508.4 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna