Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38962
Við norðurströnd Viðeyjar stendur samfélag við Eyðishóla sem veitir þeim stuðning sem glíma við andleg veikindi. Umhverfisvænt samfélagið hvetur til vellíðunar í nánum tengslum við náttúruna. Með vinnu á verkstæðum og við matjurargarða er boðið upp á nýjar lausnir fyrir vinnumenningu og við verðmætasköpun. Íbúðakjarnar deila með sér eldhúsaðstöðu, viðtalsherbergjum og jógasal. Í sameiginlegri aðstöðu þorpsins eru verkstæði, fræðslu- og viðburðarsalur, matsalur og líkamsræktaraðstaða. Í þorpinu er lögð áhersla á skýra rýmisskipan og sterka sjónása. Arkitektúrinn býður upp á næði, nánd og samtal við nærliggjandi náttúru á sama tíma og hvatt er til félagslegs samneytis.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
hönnunargreining alma.pdf | 23.75 MB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna |