is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38964

Titill: 
 • Stafrænt kynferðisofbeldi : algengi og afleiðingar myndsendinga án samþykkis meðal ungmenna
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Eftir því sem stafrænni tækni hefur fleygt fram síðastliðin ár hefur stafrænt kynferðisofbeldi færst í vöxt, bæði erlendis sem hérlendis. Stafrænt kynferðisofbeldi var fyrst skilgreint í íslenskum lögum fyrr á þessu ári þegar frumvarp til laga um kynferðislega friðhelgi var samþykkt en með þeim breytingum voru skýr skilaboð send um að ofbeldi af þessu tagi sé litið alvarlegum augum. Innlendar sem erlendar rannsóknir sýna að stærsti þolendahópur þessarar tegundar ofbeldis eru ungmenni. Auk þess hafa erlendar rannsóknir sýnt fram á margvíslegan skaða fyrir þolendur og staðhæfa fræðimenn að afleiðingar stafræns kynferðisofbeldis séu að mörgu leyti þær sömu og fyrir líkamlegt kynferðisofbeldi. Markmið þessarar rannsóknar er tvíþætt. Í fyrsta lagi var markmiðið að kanna með netkönnun algengi stafræns kynferðisofbeldis, í formi myndsendinga án samþykkis og hótana um slíkt, meðal ungmenna (15-24 ára). Í annan stað var markmiðið að grafast fyrir um afleiðingar brotaþola stafræns kynferðisofbeldis hér á landi. Auk þess var markmið rannsóknarinnar að kanna viðhorf almennings til kynferðislegra myndsendinga. Netkönnun var lögð fyrir almenning hér á landi og var óskað eftir svörum frá öllum aldurshópum en áhersla rannsóknarinnar var á ungmenni. Rannsóknarspurningarnar sem höfundur leitaðist við að svara voru eftirfarandi: 1. Hversu algengar eru kynferðislegar myndsendingar án samþykkis meðal ungmenna? 2. Hversu algengar eru hótanir um kynferðislegar myndsendingar án samþykkis meðal ungmenna? 3. Hverjar eru helstu afleiðingar fyrir brotaþola stafræns kynferðisofbeldis? Til að svara rannsóknarspurningunum kynnti höfundur sér erlendar og innlendar rannsóknir á viðfangsefninu og framkvæmdi netkönnun með hentugleikaúrtaki (N=1600). Niðurstöður sýna að 8,5% svarenda höfðu lent í því að kynferðislegt myndefni af þeim var áframsent án þeirra samþykkis og 10,5% var hótað því en um 90% svarenda voru 24 ára eða yngri þegar atvikið átti sér stað. Helstu afleiðingar meðal þolenda voru kvíði, minnkað sjálfstraust, erfiðleikar með að treysta, reiði, þunglyndi, lystarleysi og sjálfvígshugsanir.
  Lykilorð: Stafrænt kynferðisofbeldi, ungmenni, kynferðislegar myndsendingar án samþykkis, hótanir, afleiðingar, algengi.

 • Útdráttur er á ensku

  As digital technology has rapidly advanced in recent years, image-based sexual abuse has grown, both in Iceland and abroad. Image-based sexual abuse was first defined in Icelandic law in 2021 when a gender autonomy bill was passed. This law sends a clear message that Iceland takes this kind of violence seriously. Icelandic and international studies show that young people are most likely to be victims of image-based sexual abuse. Studies also show that victims suffer various harms and scholars argue that the harms caused by image-based sexual abuse are in many respects the same as for physical sexual violence. The aim of this study is twofold. First, it aims to assess the prevalence of image-based sexual abuse, in the form of non-consensual sharing of intimate images and threats of sharing, amongst Icelandic youth (15-24 years). Second, this study aims to examine the harm caused to victims of image-based sexual abuse and survey public attitudes towards sexting. To this end, an online survey was administrated to a convenience sample in Iceland (N=1600). The survey was open to all but the focus of the study was on youth. The following research questions are addressed: 1. How prevalent is non-consensual sharing of intimate images amongst youth? 2. How prevalent are threats of non-consensual sharing of intimate images amongst youth? 3. What are the main harms for victims of image-based sexual abuse? The main results show that 8.5% of respondents had experienced image-based sexual abuse, 10.5% had been threatened with image-based sexual abuse and around 90% of the respondents were 24 years old or younger when the incident took place. The main harms among victims were anxiety, decreased self-confidence, trust issues, anger, depression, loss of appetite and suicidal thoughts.
  Keywords: Image-based sexual abuse, youth, non-consensual sharing of intimate images, threats, harms, prevalence.

Samþykkt: 
 • 14.6.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/38964


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Stafrænt_kynferðisofbeldi_BA_Olga_Kristín_Jóhannesdóttir.pdf1.35 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna