is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38965

Titill: 
 • Varnarlaus : stafræn kynferðisbrot gegn börnum
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Á sama tíma og stafræn bylting hefur haft jákvæð áhrif á lífsgæði manna á heimsvísu hefur grundvöllur afbrota þar að auki víkkað. Stafræn kynferðisbrot verða ekki til í tómarúmi og eru af völdum manna. Að jafnaði eru stafræn kynferðisbrot gegn börnum eftirköst raunverulegs kynferðisofbeldis sem eiga sér stað í því umhverfi sem við skilgreinum sem daglega tilveru, þ.e.a.s. raunheim. Slík birtingarmynd afbrots, þar sem Internetið er nýtt til miðlunar á stafrænu myndefni sem sýnir börn á kynferðislegan hátt, er í raun þess eðlis að vera stafræn staðfesting á tilvist misnotkunar. Þó málefnið sé ekki nýtt af nálinni og í raun ekki tilkomið vegna Internetsins er staðreyndin sú að með vaxandi tækniframförum samtímans og frekari kunnáttu varðandi nýtingu á upplýsingatækni er fremur vandalaust að komast í tæri við umrætt efni svo lítið beri á, samhliða auknum tækifærum í dreifingu og nálgun. Þannig hefur Internetið veitt traustan alþjóðavettvang fyrir ólögmæta háttsemi sem fellur í hag afbrotamanna á kostnað barna. Því er mikilvægt að löggæsluyfirvöld fylgi þeirri þróun sem á sér stað hverju sinni með gagnreyndum aðferðum og markvissri aðlögunarhæfni til að uppfylla skyldum sínum og þeim skuldbindingum sem liggja til grundvallar, en hingað til hefur reynst erfitt að stemma stigu við stafrænum kynferðisbrotum gegn börnum vegna þeirra eiginleika sem netheimar bjóða upp á. Þrátt fyrir öflug refsiákvæði íslenskra laga eru íslensk löggæsluyfirvöld ekki í stakk búin til að takast á við málaflokkinn. Um er að ræða málefni sem snertir varnarlausan hóp þar sem brotaþolar, bæði kyn, eru iðulega undir 15 ára aldri og alveg niður í mánaðargömul börn sem kallar á viðeigandi og markvissar aðgerðir löggæsluyfirvalda en ávallt er rými fyrir framfarir í þeim efnum. Tilætlun ritgerðarinnar er að styrkja vitundarvakningu og veit lesendum innsýn í ákveðna uppsprettu afbrotahegðunar sem er að jafnaði drifin áfram af karlmönnum samhliða því að kanna hversu mikið varnarleysi steðjar að málefninu.
  Lykilorð: Stafræn kynferðisbrot gegn börnum, löggæsla, varnarleysi, Internetið.

 • Útdráttur er á ensku

  About the same time as the digital revolution has enhanced people's quality of life all over the world, criminal motivation has increased. Since human factors play the main role in online child sexual exploitation, the crimes do not take place in a vacuum. In most cases, digital sexual offenses against children are the result of actual sexual violence in the environment we define as everyday life, in other words, the real world. Such an act of violence, in which the Internet is used to distribute child sexual abuse material, is, in reality, a digital confirmation of the existence of abuse. Although the issue is not new and predates the Internet, the fact remains that with today's increasing technical advances and increased understanding about how to use information technology, it is much easier to become involved with the content, as well as increased distribution opportunities. As a result, the Internet has become a reliable international platform for illegal activity that benefits offenders at the cost of children. Therefore, in order to fulfill their duties and underlying obligations, law enforcement agencies must embrace emerging developments with evidence-based methods and purposeful adaptability. Because of the characteristics that online environments provide, it has been difficult and challenging for law enforcement to combat online child sexual abuse over the years. Despite the strong penal provisions of Icelandic law, the Icelandic law enforcement authorities are insufficient to combat the issue. Studies have shown that the offenses affect mostly children under the age of 15 and to shed a brighter light on the seriousness, there are examples of offenses that involve abuse toward infants. In that context, law enforcement authorities must develop appropriate and effective responses, as there is always scope for improvement. While examining how much vulnerability there is to the issue the main purpose of this thesis is to raise awareness and give readers an insight into a specific source of criminal behavior that is usually driven by men.
  Keywords: Online child sexual abuse, child sexual abuse material, police, vulnerability, Internet.

Samþykkt: 
 • 14.6.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/38965


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_VARNARLAUS_SKGB_2021_LOKA.pdf534.54 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna