is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Listaháskóli Íslands > Listkennsludeild / Department of Arts Education > Lokaritgerðir / Theses (MA, M.Art.Ed, M.Mus.Ed) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/38969

Titill: 
  • Minningarbrot úr leikskóla : viðhorf barna til uppeldisfræðilegra skráninga úr leikskólanámi þeirra
  • Titill er á ensku Memories from preschool : children’s views about pedagogical documentation in their preschool education
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar er að rýna í mat og hugmyndir barna um gildi þeirra uppeldis-fræðilegu skráninga sem settar voru í námsbækur þeirra og fylgdu þeim frá upphafi skólagöngu í leikskólanum Sæborg til útskriftar þaðan. Leitast var eftir að fá upplýsingar um hvaða gildi þessar skráningar hafa fyrir börnin, hvað þau telja mikilvægt að sé skráð og hvernig megi bæta skráningar í námsbókum út frá viðhorfi þeirra. Uppeldisfræðilegar skráningar má rekja til ítölsku borgarinnar Reggio Emilia en í ritgerðinni er gerð grein fyrir hugmyndinni að baki skráningaraðferðinni auk annars sem einkennir leikskólastarf þar. Þær áherslur tengjast leikskólastarfi í Sæborg og var því sérstaklega skoðað hvernig þessir þættir koma fram í gegnum þær skráningar sem gerðar voru þar. Rannsóknin sem hér um ræðir er eigindleg og byggist á hálfopnum viðtölum við þrettán börn og ungmenni á aldrinum sjö til sautján ára sem sóttu leikskólann Sæborg á leikskólagöngu sinni. Skráningar í námsbók þeirri sem fylgdi þeim á leikskólaárunum voru útgangspunktur viðtalanna. Innihald þeirra er svo greint í fimm þemu sem kallast minningar, sjálfsmat, orðgeymd, myndræn túlkun og hugsun um hugsanir. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna skýrt að skráningar í námsbókum barnanna skiptu þau máli. Þau töldu mikilvægt að eiga minningar frá leikskólagöngu sinni og voru hrifnust af skráningum sem sögðu frá orðum þeirra, leikjum og skapandi verkefnum. Hugmyndir þeirra að umbótum voru meðal annars að hafa fleiri myndir af vinum í leik, myndir af rými leikskólans, framlag þeirra í þema¬verkefnum og að fjölga skráningum úr skapandi starfi. Niðurstöðurnar hafa hvatt rann¬sakanda til að efla þátttöku leikskólabarna við gerð skráninga sem fara meðal annars í námsbækur þeirra.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this research is to gather information about children’s opinions on the pedagogical documentation in their portfolios which were made during their years of study at Sæborg preschool. The research focuses on gaining knowledge on what the children feel is especially important to document and how teachers can improve documentation in the children’s portfolios according to their views and recommendations. Pedagogical documentation originated from the Italian city of Reggio Emilia. This thesis explains many aspects of pedagogical documentation as well as methodology of learning that is practiced in preschools in Reggio Emilia. These pedagogical practices are connected to the curriculum of Sæborg, and a part of this research focuses on if and how these practices are visible in the documentations in the children´s portfolios. This research is qualitative and based on semi-structured individual interviews with thirteen children from the age of seven to seventeen years old. All of the children are former students of Sæborg preschool. The documentation in their portfolios was the base of the interviews. The interviews resulted in five themes called memories, self-assessment, preserving words, visual interpretation and metacognition. The key findings indicate that the children feel that the documentation in their portfolios is definitively meaningful to them. They expressed the importance of having memories from their studies at the preschool. They showed most interest in documentations detailing their exact words, games with friends and creative projects. Their ideas for improvement were e.g., to increase photos of friends while playing, adding photos the of the preschool environment, explaining their part in theme projects and more documentation from creative projects. These findings encourage the researcher to find ways to increase children’s participation in making documentation for their portfolios.

Samþykkt: 
  • 14.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38969


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Anna Gréta Guðmundsdóttir.pdf3,65 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna