is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/3897

Titill: 
  • Námsspil úr norrænni goðafræði
  • Titill er á óskilgreindu tungumáli Vituð ér enn eða hvað?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verkefnið okkar er námsspil ásamt kennarahandbók. Námsspilið er fyrir nemendur í þriðja til fimmta bekk og unnið er með námsgreinarnar íslensku og sögu. Markmiðið er að kynna fornbókmenntir Íslendinga fyrir nemendum á skemmtilegan og lifandi hátt og stuðla að varðveislu orðaforða tungumálsins. Tilgangurinn með þessu spili er að börn öðlist meiri þekkingu á norrænni goðafræði á ævintýralegan hátt.
    Nemendur búa sjálfir til spil sem byggist á norrænni goðafræði. Einnig fylgir með greinargerð þar sem fram koma markmið og rökstuðningur þess að valið var að gera námsspil. Handbók fyrir kennara fylgir með þar sem eru sögur úr bókunum Óðinn og bræður hans og Lífið í Ásgarði eftir Iðunni Steinsdóttur eru notaðar. Spurningar og orðskýringar eru samdar úr völdum köflum úr bókunum. Leikborðið vinna börnin saman í litlum hópum í samvinnu við kennara þar sem reynir á sköpunargáfu og samskiptahæfileika þeirra. Spilið gengur út á að komast frá byrjunarreit til endareits og á leiðinni er hægt að lenda í ýmsum ævintýrum.
    Lykilorð: Námsspil, íslenska, saga, norræn goðafræði, handbók, yngsta- og miðstig grunnskóla.

Samþykkt: 
  • 6.10.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3897


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni_C.pdf102.81 kBLokaðurGreinagerðPDF
Kennarahefti_lok.pdf3.02 MBLokaðurKennarahandbókPDF