is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38971

Titill: 
 • Að lægja öldurnar : mikilvægi stiglækkandi aðferða lögreglu
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Markmið þessarar ritgerðar er að skoða áherslur og mikilvægi stiglækkandi aðferða (e. de-escalation techniques) í þjálfun lögreglumanna. Með stiglækkandi aðferðum er átt við að ráða úr aðstæðum án valdbeitingar eða með vægustu mögulegu úrræðum. Oftast eru aðferðirnar í formi samskipta til að draga úr ógnun og hættu á ofbeldi og opna fyrir aðrar leiðir til að ná farsælli úrlausn mála. Með stiglækkandi aðferðum er tilgangurinn einnig að draga úr hættu á meiðslum bæði hjá borgurum og lögreglumönnum. Á Norðurlöndunum er tíðni meiðsla há meðal lögreglumanna en þau meiðsli koma til að stærstum hluta vegna lögregluafskipta. Í dag fær valdbeiting, framkoma og framganga lögreglu í vestrænum samfélögum mikla athygli í fjölmiðlum og hjá almenningi almennt. Sú athygli er aðallega sprottin af sláandi birtingarmynd valdbeitingar hjá bandarísku lögreglunni. Sem dæmi má nefna hið þekkta mál lögreglumannsins Derek Chauvin, en harkaleg framganga hans við handtöku George Floyd er talin hafa valdið dauða hans.
  Mál George Floyd og önnur lík hafa leitt til mikils óróleika í bandarísku samfélagi og mótmæla á götum úti en einnig háværrar kröfu um breytingar á löggæsluaðferðum. Í þessari ritgerð er greint frá notkun og þjálfun stiglækkandi aðferða í Bandaríkjunum, Íslandi og hinum Norðurlöndunum. Niðurstöður rannsóknar okkar sýna að grunnþekking stiglækkandi aðferða er sótt að miklu leyti til bandarísku lögreglunnar þar sem mikill þrýstingur hefur undanfarið verið á frekari innleiðingu aðferðanna og að lögreglulið marki sér betra verklag og nýja stefnu með aukinni áherslu á að vernda mannslíf. Þá eru stiglækkandi aðferðir rauði þráðurinn í lögreglunámi á Norðurlöndunum og kemur sterkt fram bæði í bóklegu námi og verklegri þjálfun.
  Niðurstöður okkar sýna að lögð er mikil áhersla á notkun stiglækkandi aðferða á Íslandi og hinum Norðurlöndunum en undir öðrum formerkjum og heitum. Þetta eru í raun aðferðirnar sem gera lögregluliðin á Norðurlöndum mannúðlegri en víðast annars staðar og skilar sér meðal annars í miklu trausti almennings. Í Bandaríkjunum er hin mikla krafa á frekari notkun stiglækkandi aðferða tilkomin vegna afstöðu flestra aðila til þess að koma í veg fyrir óhóflega valdbeitingu og ofbeldi en í því liggur mikilvægi stiglækkandi aðferða.
  Lykilorð: lögregla, stiglækkandi aðferðir, meðalhóf, þjálfun, samskipti.

 • Útdráttur er á ensku

  The aim of this thesis is to examine how de-escalation techniques shape police training and their importance. De-escalation techniques are skills police officers use to resolve situations without force or using the least amount of force possible. Usually that involves communication to reduce threats and the risk of violence and finding other successful solutions. The main purpose of de-escalation techniques is to prevent injuries to both citizens and police. Rates of injury within Nordic police services are quite high. Injuries are mainly due to citizen-police interaction. These days police use of force and police misconduct in Western societies receives a great deal of attention in the media and by the general public. This stems in large part from shocking news coverage of police misuse of force in the United States. Well known in this regard is the case of police officer Derek Chauvin, whose brutal tactics are believed to have killed George Floyd as he was being arrested.
  The case of George Floyd and other similar incidents have led to unrest in American society, street protests and loud demands for police reform. This thesis explores the use and training of de-escalations in the United States, Iceland and the other Nordic countries. Our results show that knowledge of de-escalation techniques is mostly drawn from US law enforcement. There the emphasis has been further implementing de-escalation techniques and police reform with an increased emphasis on protecting human lives. De-escalation techniques are a common thread in Iceland and Nordic police training in general and this is strongly reflected in both theoretical and practical training, but under different pretexts and label. This method is considered to make Nordic policing more humane than most elsewhere and foster high public trust in the police. In the United States, the call for more emphasis on de-escalation methods aims to decrease misuse of force and police violence, which highlights the importance of de-escalation techniques.
  Keywords: police, de-escalation techniques, proportionality, police training, communication.

Samþykkt: 
 • 14.6.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/38971


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Að lægja öldurnar, mikilvægi stiglækkandi aðferða lögreglu.pdf551.09 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna