Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/38972
Fræðimenn hafa lengi velt því fyrir sér hvort að refsingar skili tilsettum árangri. Í gegnum árin hafa refsingar verið breytilegar frá stað og stund. Hér áður fyrr voru refsingar meira ætlaðar til að refsa fólki og þurftu þeir sem fengu á sig refsingu að vera einangraðir frá samfélaginu í langan tíma eða fengu refsingar á borð við líkamlegar pyntingar eða jafn vel dauða, sem var alls ekki óalgengt á þessum tímum. Í nútíma samfélögum sem byggja refsistefnu sína á betrun þar á meðal Ísland er reynt að fá fólk aftur inn í samfélagið sem betri einstaklinga. Þótt að þessi stefna sé nýjung í nútímalegum samfélögum þá hefur það sýnt sig að hún virki. Í ritgerðinni verður fjallað um hvaða áhrif refsingar hafa á þá sem myndu teljast sem nýlegir brotamenn þá aðallega þeir sem eru ungir og eru að upplifa refsingu jafnvel í fyrsta skipti á ævinni. Hvaða afleiðingar hafa þær refsingar á sjálfsmynd og hugarfar þeirra sem er refsað með frelsissviptingu. Í þessari ritgerð verður megin áherslan lögð á stimplunarkenninguna og verður skoðað út frá henni hvort að refsingar auki neikvæða sjálfsmynd og hugarfar. Stór hluti þeirra sem lýkur afplánun á eftir að brjóta af sér aftur og eru það fremur þeir sem yngri eru sem snúa aftur í fangelsi. Mikilvægt er að stjórnvöld setji sér skýra stefnu í málefnum fanga hér á Íslandi og þá sérstaklega þarf að endurskoða og endurbæta betrunarstefnuna á Íslandi. Meira þarf að horfa til þeirra sem yngri eru og koma þeim í öryggisnet áður en þeir halda brotaferlinum sínum áfram eftir afplánun. Niðurstöður okkar leiddu í ljós að þeir sem yngri eru þurfa oftast meiri stuðning frá yfirvöldum til að koma sér aftur inn í samfélagið.
Scholars have long wondered whether punishment is effective. Over the years, punishments have varied from time to time. Decades ago, punishments were more intended to penalize people, and those who were penalized had to be isolated from society for a long time or received punishments such as physical torture or even death, which was not at all uncommon in those days. In modern societies that base their criminal policy on the better, including Iceland, an attempt is made to get people back into society as better individuals. Although this policy is a novelty in modern societies, it has been shown to work. The dissertation will discuss the effects of punishment on those who would be considered recent offenders, especially those who are young and are experiencing punishment for the first time in their lives. What are the consequences of that method of disciplining on the identity and mentality of those who are punished with deprivation of liberty. In this dissertation, the main emphasis will be on the theory of stamping and it will be examined from this point of view whether punishment increases negative self-image and mentality. A large proportion of those who end up serving their sentences will return to prison, and it is rather those who are younger who return to prison. It is important that the government sets a clear policy on prisoners' issues in Iceland, and in particular the improvement policy in Iceland needs to be reviewed and improved. More attention needs to be paid to those who are younger and put them in the safety net before they continue their criminal processes after serving their sentences. Our results show that those who are younger often need more support from the authorities to reintegrate into society.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
-Refsingar-í-garð-ungmenna-Hefur-betrun-áhrif-í-ljósi-stimplunarkenninga-.pdf | 386,15 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |