is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/38974

Titill: 
  • Lögreglan er almenningur og almenningur er lögreglan : samfélagslöggæsla í þéttbýli
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessa verkefnis var að fræðast um kosti og galla samfélagslöggæslu og skoða þann ávinning sem aukin samfélagslöggæsla gæti haft í för með sér fyrir lögreglu og íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Við lögðum upp með tvíþætta rannsóknarspurningu: Hverjir eru kostir og gallar samfélagslöggæslu og hver er reynsla Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu af þessari nálgun? Til að svara spurningunni rýndum við í fjöldann allan af erlendum fræðigreinum og rannsóknum sem gerðar hafa verið á samfélagslöggæslu. Erlendar rannsóknir sýna fram á margskonar kosti við samfélagslöggæslu og almennt hefur samfélagslöggæsla í för með sér einhverskonar samfélagslegan ávinning. Engar rannsóknir hafa hins vegar verið gerðar á samfélagslöggæslu á Íslandi og lítið borið á umfjöllun um viðfangsefnið. Í ljósi þessa ákváðum við að ráðast í slíka rannsókn og taka hálfstöðluð viðtöl við fjóra lögreglumenn sem starfa innan Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu (LRH) og búa yfir reynslu og þekkingu á samfélagslöggæslu. Einnig tókum við viðtal við fulltrúa frá Barnavernd, sem vinnur náið með lögreglunni, til að auka skilning okkar enn betur á viðfangsefninu. Niðurstöður viðtalshluta rannsóknarinnar voru í samræmi við erlendar rannsóknir. Lögreglumennirnir sammæltust meðal annars um að samfélagslöggæsla hefði í för með sér aukin tengsl milli lögreglu og samfélagsins, bætti störf lögreglunnar og stuðlaði að öruggara og betra samfélagi fyrir alla. Hvað varðar galla samfélagslöggæslu voru lögreglumennirnir á því að samfélagslöggæsla væri kostnaðarsöm og krefðist aukins mannskaps og að hvoru tveggja væri af skornum skammti innan LRH. Þar að auki voru allir viðmælendur okkar á einu máli um að aukin samfélagslöggæsla á höfuðborgarsvæðinu myndi skila ávinningi til frambúðar. Samfélagið tekur stöðugum breytingum og er vert að hafa í huga að aðferðir samfélagslöggæslu eru ekki meitlaðar í stein heldur eru þær lifandi hugmyndafræði sem hægt er að aðlaga að aðstæðum hverju sinni. Lögreglan ein og sér getur ekki stuðlað að aukinni samfélagslöggæslu, heldur þurfa allir angar samfélagsins að taka höndum saman og vinna markvisst að bættu samfélagi.
    Lykilorð: Lögregla, löggæsla, samfélag, samfélagslöggæsla

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this thesis is to study the advantages and disadvantages of community policing and examine the benefits community policing could bring to the police and residents of Iceland‘s capital area. A two-fold research question was posed: What are the pros and cons of community policing and what is the experience of Reykjavík Metropolitan Police (LRH) with community policing? To answer this question, many studies of community policing were first reviewed. Studies show that community policing has many benefits for society. No research has been conducted on community policing in Iceland and there has been little discussion on the subject. In light of this, we decided to carry out such a study and conducted semistructured interviews with four police officers working within LRH who have experience and knowledge of community policing. The police officers interviewed agreed that community policing increases the connection between the police and the community, improves the work of the police, and promotes a safer and better society for all. Furthermore, the police officers acknowledged that community policing was costly and required additional personnel and that resources were scarce within LRH. In addition, all of the interviewees agreed that increased community policing in the capital area would bring lasting benefits. Society however is constantly evolving and it is worth bearing in mind that the methods of community policing are not set in stone. Rather, they are a living concept that must be adapted to the situation at any given time. The police alone cannot foster community policing, rather society as a whole must work together towards a better community.
    Keywords: Police, policing, community, community policing

Samþykkt: 
  • 14.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38974


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð - Lögreglan er almenningur og almenningur er lögreglan.pdf2.47 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna