is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/38975

Titill: 
  • Upplýsingagjöf barna við rannsókn sakamála : hvernig má auka magn upplýsinga sem börn eru fær um að veita í skýrslutökum?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verkefninu er ætlað að skoða kerfislæga þætti sem stuðlað gætu að betri skýrslutökum á börnum við rannsókn sakamála. Viðfangsefnið er skoðað út frá upplýsingagjöf barna. Leitast verður við að svara spurningunni: Hvernig má auka magn upplýsinga sem börn eru fær um að veita í skýrslutökum? Börn eru í viðkvæmri stöðu samanborið við aðra hópa samfélagsins og því er mikilvægt að vel sé staðið að málefnum barna þegar kemur að sakamálum. Spurningunni verður svarað með því að líta til mismunandi þátta sem rannsóknir hafa sýnt að hafi áhrif á upplýsingagjöf. Viðfangsefnið verður sett í íslenskt samhengi og því verður skoðað til hvaða þátta megi líta ef úrbætur ættu að eiga sér stað. Sterkar vísbendingar komu fram við gerð þessa verkefnis að breytingar á íslensku réttarkerfi gætu skilað árangri. Verði hætt að hafa skýrslutökur af börnum sem dómsathöfn má veita lögreglu meira svigrúm til þess að vinna að rannsókn sakamála samhliða skýrslutöku af barni. Niðurstaða ritgerðarinnar er sú að endurteknar skýrslutökur sem byggja á National Institute of Child Health and Human Development (NICHD) viðtalstækni og eru framkvæmdar í umhverfi sem hæfir börnum geta leitt af sér aukið magn upplýsinga sem börn eru fær um að veita. Þær upplýsingar sem fást við endurteknar skýrslutökur geta skipt miklu máli við rannsókn sakamála.
    Lykilhugtök: skýrslutaka, upplýsingagjöf, börn, NICHD, Barnahús og endurtekin viðtöl.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this thesis is to explore interviews with children during a police investigation. The subject will be observed from perspective of quantity of information that children can give during an interview. We seek to answer the following research question: How is it possible to increase the quantity of information that children are capable of giving during interviews? Children are in more vulnerable situation compared to adults and other group of people in the society. Which makes it important that criminal cases where children are part of are handled with up most care. The research question will be answered by looking at couple of factors that research has shown could affect information gathering. The subject will be viewed in Icelandic context, therefore we will investigate which factors could be improved. Working on this thesis, we found strong evidence that changes of the Icelandic justice system could increase the quantity of information that children are capable of giving. If the interview would first be conducted under control of the police instead of being a court procedure with a residing judge. That way the police could in fact have more scope to investigate the criminal case along with interviewing children. The findings of our thesis indicate that repeated interviews conducted with the National Institute of Child Health and Human Development (NICHD) interviewing technique in an environment adequate to children can increase the quantity of information that children are capable of giving. Those information gathered from repeated interviews could be very valuable in forensic investigation on a criminal offense.
    Keyword: interviewing, information gathering, children, NICHD, Barnahus and repeated interviewing.

Samþykkt: 
  • 14.6.2021
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/38975


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Upplýsingagjöf barna við rannsókn sakamála Hvernig má auka magn upplýsinga sem börn eru fær um að veita í skýrslutökum.pdf1.19 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna