is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/38977

Titill: 
 • Svo má illu venjast að gott þyki : upplifun lögreglukvenna í dreifbýli af fordómum og mismunun á grundvelli kynferðis
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Markmið þessarar rannsóknar var að greina upplifun lögreglukvenna í dreifbýli hérlendis af fordómum (e. prejudice) og mismunun (e. discrimination) á grundvelli kynferðis. Kveikjan að rannsókninni var að við erum báðar starfandi lögreglukonur í dreifbýli (e. rural area) og höfum upplifað hversu karllæg vinnumenning lögreglunnar getur verið.
  Fáar rannsóknir hafa verið gerðar á upplifun lögreglukvenna í dreifbýli. Flestar erlendar rannsóknir á lögreglunni beinast að stórborgum og þéttbýli á meðan dreifbýlislöggæsla er vanrækt rannsóknarsvið. Jafnframt hafa engar rannsóknir verið framkvæmdar hérlendis um upplifun lögreglukvenna í dreifbýli á fordómum og mismunun á grundvelli kynferðis og því er lítið vitað um þetta viðfangsefni. Í ljósi þessa lögðum við upp með eftirfarandi rannsóknarspurningu: Hver er upplifun lögreglukvenna í dreifbýli af kynjafordómum og mismunun í starfi? Til að svara rannsóknarspurningunni voru tekin hálfstöðluð viðtöl við sex lögreglukonur sem hafa öðlast starfsréttindi, starfa utan höfuðborgarsvæðisins og hafa að minnsta kosti fimm ára starfsreynslu.
  Svör viðmælenda okkar endurspegluðu að miklu leyti þær fáu erlendu rannsóknir sem gerðar hafa verið á upplifun lögreglukvenna þar sem konur eru í miklum minnihluta og vinnumenning lögreglunnar er karllæg. Á Íslandi eru konur 21% lögreglumanna og utan höfuðborgarsvæðisins eru þær 19,4% lögreglumanna. Rannsóknir á vinnumenningu íslensku lögreglunnar sýna að menningin er karllæg, að konur upplifa kynferðislega áreitni og að þær fái ekki sömu tækifæri og karlkyns lögreglumenn. Konur eru jafnframt líklegri til að hætta störfum t.d. vegna upplifunar þeirra á að þær muni ekki ná sama framgangi í starfi og karlar.
  Með viðtölum við lögreglukonur með starfsreynslu úr dreifbýli var hægt að draga fram hvaða breytingar hafa orðið á lögreglumenningunni í dreifbýli í gegnum árin. Helstu niðurstöður úr rannsóknarviðtölunum voru þær að viðmælendum okkar finnst eins og stöðugt væri fylgst með þeim bæði í starfi og einkalíf, þær finna einnig fyrir rótgróinni karllægri menningu, hafa upplifað fordóma og mismunun á grundvelli kynferðis. Þær upplifa neikvætt viðhorf annarra til lögreglukvenna og að það er margt sem mætti betur fara.
  Lykilorð: Löggæsla, lögreglan, mismunun, kynjafordómar, dreifbýli

 • Útdráttur er á ensku

  This research aims to shed light on how policewomen in rural areas in Iceland experience prejudice and discrimination based on gender. What sparked this research was that both authors work as police officers in rural areas and have experienced male-centric police culture.
  Relatively few studies examine the experiences of policewomen in rural areas, but most research on the police focuses on cities and large urban areas. As a result, little is known whether or how policewomen in rural areas experience prejudice and discrimination based on gender. In light of this, we attempt to answer the following research question: How do policewomen in rural areas experience gender prejudice and discrimination? To answer the research question we conducted, we took six semi-structured interviews with policewomen who have acquired professional qualifications, have worked outside of Iceland’s capital area, and have at least five years of work experience in the police.
  The results of the interviews are consistent with the few studies that have been conducted on the experience of policewomen, where they are in the minority, and the culture is male-centric. In Iceland, women are 21% of all police officers and 19,4% of all police officers working outside the capital area. Prior research shows that the occupational culture within the Icelandic police is male-centric, that women experience sexual harassment, and that they do not get the same opportunities as their male colleagues. Women are more likely than men to retire from the police, e.g., because they feel that they do not have the same opportunities as men to advance their careers within the police.
  Interviewing policewomen with work experience in rural areas helps us glimpse how police culture in rural areas has changed over the years. The main result of the interviews was that our interviewees felt like they are constantly being watched, both at the job and in their private life as police officers, that they can feel the androcentric culture and that they have experienced prejudice and discrimination based on gender. They have experienced negative attitudes from others towards policewomen and that some things can be improved.
  Keywords: Policing, police, discrimination, gender prejudice, rural areas

Samþykkt: 
 • 14.6.2021
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/38977


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Svo má illu venjast að gott þyki - MHSÞKG.pdf1.27 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna